Þjóðmál - 01.12.2010, Blaðsíða 95
Þjóðmál VETUR 2010 93
skal tæpt á fáeinum atriðum, en af nógu er
að taka .
Fyrri ríkisstjórn réði tvo mikla erlenda
sér fræðinga til verka fyrir sig . Annars vegar
Finnann Karlo Jannari, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra finnska fjár málaeftir litsins,
sem lagði á ráðin um skip ulag
fjármálaeftirlitsins hér og hins
vegar Mats Josefsson sem vinna
skyldi að hugmyndum um
endurskipu lagningu banka-
kerfisins . Árni gagnrýnir þann
síðarnefnda fyrir verklag sitt .
Hann bendir á að tillögur
hans hafi borist seint og illa
og í raun átt sinn þátt í hversu
seint gekk með uppbyggingu
fjármálakerfis okkar eftir
hrunið . Þetta er athyglisverð
og að því er virðist réttmæt
ábending, sem ekki hefur verið hreyft við
með sama hætti fyrr .
Annað, sem ástæða er til að nefna, er um-
fjöllun um fjárlagagerðina fyrir árið 2009 .
Þar verður að halda til haga að sú ákvörðun
var tekin að fara varlega í aðhaldsaðgerðir .
Við blasti að það ár yrði okkur erfiðast og
kreppan að skella yfir með öllum sínum
þunga . Nú, þegar við horfum til baka, sjá-
um við að þetta var rétt ákvörðun . Krepp-
an varð þrátt fyrir allt ekki eins djúp þetta
ár og ætlað var . Ástæðan er örugglega ekki
síst þessi stefna ríkisfjármálanna . Ákvörðun
rík is stjórnarinnar á þeim tíma, sem tekin
var í samstarfi við AGS, var því sýnilega
hárrétt . Þetta er þeim mun gremjulegra að
viðreisnin hefur gengið mun hægar og verr
en við ætluðum um áramótin 2008/09 . Þar
er ekki við fyrri stjórnvöld að sakast . Þar eru
að verki núverandi stjórnvöld . Þau eiga það
sleifarlag allt saman skuldlaust .
Þá er ástæða til að halda til haga ábendingu
Árna í bókinni um það hvernig hefði mátt
taka öðruvísi á málum eða að hugsanlega
hafi verið teknar rangar ákvarðanir . Annars
vegar nefnir hann ákvörðunina um lækkun
bindiskyldunnar árið 2003 . Það er hins
vegar skylt að nefna að Seðlabankinn
hefur rökstutt ákvörðun sína um þetta, svo
sjónarmið Árna er fjarri því að vera óum-
deilt . Og hinn atburðurinn,
sem hann nefnir, er aðdrag andi
mini krísunnar svokölluðu ár-
ið 2006, þegar gengi íslensku
krón unnar féll í ársbyrjun . En
hvernig svo sem menn nú reyna
að lesa í þá atburði, þá hittir
höfundur naglann á höfuðið
þegar hann segir að allir þeir
sem voru á þeim tíma að freista
þess að skilja stöðuna hafi haft
á röngu að standa . Enginn
hafi séð fyrir að yfirvof andi
var alheimsfjármála kreppa og
það sé hún sem mestu máli skipti þegar á
heildina er litið .
Nauðsynlegt er líka að rifja upp að þeim
sjónarmiðum var líka haldið á loft að
geng islækkunin á árinu 2006 hafi verið
nauðsynleg leiðrétting . Gengi krónunnar
hafði verið alltof hátt og var allan útflutn-
ingsiðnað lifandi að drepa . Sá sem hér stýrir
penna var til dæmis eindregið þessarar skoð-
unar á þessum tíma og hefur ekki skipt um
skoðun . Lækkun gengisins á þessum tíma
var jákvæð fyrir þjóðarbúskap okkar . Því
miður sótti aftur í sama ólánsfarið síðar á
árinu 2006, en það er önnur saga .
Höfundur bókarinnar setur fram tilgátur
um ástæður þess að ríkisstjórn Geirs H .
Haarde féll um mánaðamótin janúar/
febrúar árið 2009, sem síðar leiddi til
kosninga . Þetta rekur hann til þriggja þátta
sem hann nefnir: Búsáhaldabyltingin, nýr
formaður Framsóknarflokksins og veik-
indi Geirs H . Haarde . Síðan bendir hann
jafnframt á þá stöðu sem uppi var í Sam-
fylkingunni vegna veikinda formanns henn-