Skólavarðan - 01.04.2010, Page 4

Skólavarðan - 01.04.2010, Page 4
4 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Stríðið var í algleymingi daginn sem Samband íslenskra barna- kennara sendi frá sér erindi um bág kjör kennara. Þar segir meðal annars (með upprunalegri stafsetningu og greinarmerkjasetningu): „Eins og sakir standa munu barnakennarar vera einna verst launaðir af starfsmönnum ríkis og bæja, jafnvel þótt ekkert tillit sé tekið til hins langa náms, sem nú er krafi st til þess að öðlast kennararéttindi. En til þess þarf nú þriggja vetra nám í kennaraskólanum og auk þess allt að tveggja vetra nám undir skólann. Til sönnunar þessu má benda á nokkur atriði: a: Grunnlaunin eru mjög lág. b: Starfstíminn er aðeins hluti úr ári. c: Kennarar hafa ekki ýms fríðisndi, sem fl estallir hafa nú, s.s. sumarleyfi með launum og fulla aldursuppbót á skömmum tíma. d: Þeir bera einir baggann af tryggingum sínum.“ Laun kennara eru svo borin saman við laun „nokkurra annarra starfs- manna hins opinbera“ og kemur þá til dæmis í ljós að byrjunarlaun kennara eru kr. 2802,50 en eftir sex starfsár eru laun bréfbera kr. 4100. Laun forstöðumanna bæjarbókasafns og ráðningarstofu eru kr. 6120 og laun sundkennara, sem virðast ekki vera í SÍB miðað við launataxta, eru kr. 5.400. Eftir fi mmtán ára starf fá barnakennarar kr. 3712,50 í laun. Þá segir: „Það hlýtur hver réttsýnn maður að sjá, að ekki er hægt að lifa sjálfstæðu menningarlífi á kr. 2802,50 á ári eða kr. 233,54 á mánuði, eins og byrjunarlaun kennara eru. Og þegar kennari hefur búið við þessi sultarlaun í 15 ár og eytt bestu árum sínum í erfi tt starf og vanþakklátt, þá eru laun hans enn aðeins kr. 3712,50 á ári, eða kr. 309,37 á mánuði, eða nokkuð minna en ríkið greiðir aftöppurum í Nýborg.“ Fram kemur að kennaralaun eru ívið lægri en fátækrastyrkur en hækka umfram hann með sk. verðlagsuppbót á janúarlaun. Þess konar uppbót var mjög til umræðu í harðorðri árás á „Hrifl uliðið“ í greininni „Ranglætið í launagreiðslum ríkisins“ í Morgunblaðinu átta árum áður, þann 26. mars 1933. Þá var á dagskrá frumvarp stjórnar- innar um að framlengja um eitt ár „dýrtíðaruppbót“ ríkisstarfsmanna. Kennarar voru innan sk. launalaga Upplýst var að „margir skrifstofu- menn, birgðasalar, aftapparar o. s. frv. [voru]með hærri laun en próf- essorar við Háskólann.“ Síðar í erindi kennaranna í SÍB segir: „Þegar kennarar hafa bent á, hve laun þeirra séu lág, hefur löngum verið svarað á þá lund, að á sumrin hafi þeir tíma, tvo mánuði eða svo, sem þeir geti notað til vinnu og þar með bætt upp hin ófullnægjandi laun. En þetta er blekking ein: þróun atvinnumálanna hin síðari ár hefur orðið sú, að allar atvinnu- stéttir hafa með stéttarsamtökum og löggjöf útilokað alla þá, sem um stundarsakir reyna að komast inn í atvinnugrein þeirra. Einnig hefur atvinnuleysi útilokað kennara frá sumaratvinnu. En auk alls þessa má benda á, að aðrar mennignarþjóðir líta svo á, að starf barnakennara sé svo þreytandi, að þeim sé nauðsyn á góðum hvíldartíma að sumrinu. Þær telja og kennarastarfi ð mjög þýðingarmikið fyrir þjóðfélagið, og launa kennara sína svo vel, að þeir þurfa ekki að nota sumartímann til þess að leita sér að atvinnu, svo að þeir fái örlitlar aukatekjur, heldur geti varið sumarleyfi nu til hvíldar og menntunar og aukið þannig þekk- ingu sína á kennslu og uppeldismálum. Kennarar þar verja sumartíman- um til þess að vera á námsskeiðum, heimsækja uppeldisstofnanir o. fl .“ Erindi um kjarabætur kennara árið 1941 Ragnhildur S. Björnsdóttir vef- og skjalastjóri KÍ var að grúska í gömlum pappírum og fann þá erindi sem Samband íslenskra barnakennara sendi frá sér (væntanlega til viðsemjenda) þann 25. febrúar 1941. sAgAn Ekki er hægt að lifa sjálfstæðu menningarlífi á kr. 2802,50 á ári. Texti: keg

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.