Skólavarðan - 01.04.2010, Side 14

Skólavarðan - 01.04.2010, Side 14
14 Skólavarðan 3.tbl. 2010 „Þó að nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn hafi fylgst með umræðunni um bankahrunið þegar hana bar sem hæst eru þeir löngu hættir að fylgjast með slíkum fréttum nú, og það á nú kannski að mörgu leyti við um okkur fullorðna fólkið líka.“ Þetta segir Sigrún Berglind Ragnarsdóttir enskukennari skólans. „Í hverri viku spjöllum við til dæmis um ýmis mál á ensku í tímum og þessi mál komu að sjálfsögðu inn í umræðuna þá en einnig var fjallað um ástandið til dæmis í lífsleiknitímum.“ Hún segist ef til vill hafa séð merkjanlegar breytingar á krökkunum í byrjun þegar fréttir voru miklar, að þá hafi þeim brugðið svolítið, en þegar á heildina sé litið séu nemendurnir jákvæðir og hressir. Þá hafi ekki dregið úr félagsstarfi utan skóla eins og íþróttum eða tónlistarnámi og næga sumarvinnu sé að fá. „Þeir krakkar sem vilja, fá vinnu hér í sumar. Það er nóg að gera í frystihúsunum og ekki mörg heimili á svæðinu sem hafa orðið fyrir barðinu á atvinnuleysi.“ Sigrún Berglind segir hugsanlegt að margir nemendur séu nú meira vakandi fyrir peningahliðinni og telur að e.t.v. hafi hugarfar þeirra eitthvað breyst. „Mörg hver eru orðin eitthvað raunhæfari í hugsun um peninga,“ segir hún. Hvert mál vegið og metið Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga um land allt fengið tilmæli um hagræðingu og þar er Grunnskólinn í Þorlákshöfn engin undan- tekning. „Það hefur engum verið sagt upp en yfirvinna er engin og það hefur komið sér illa fyrir marga,“ segir Sigrún Berglind. „Það hefur einnig þurft að hugsa margt út frá nýjum útgangspunkti og við þurfum að vega og meta hvert mál fyrir sig, til dæmis valgreinar, auka faggreinatíma og slíkt. Auð- vitað er hagræðing nauðsynleg og ég tel að skólastjórinn hafi ásamt starfsliði sínu gert sitt besta til þess að hlutirnir gangi sem best fyrir sig.“ Innviðir skólans mikilvægir Nú er tími fyrirtækjaheimsókna frá frambjóð- endum fyrir sveitarstjórnarkosningar og segir Sigrún Berglind frambjóðendur auðvitað vera jákvæða og áhugasama þegar þeir komi í heimsókn. „Það er góð umræða um skóla- málin hér í samfélaginu en það er mikilvægt að sveitarstjórnin passi að niðurskurður, sem okkur hefur reyndar verið sagt að sé ekki fyrir hendi, komi ekki harkalega niður á skólum.“ Grunnskólinn býr við góðan húsakost og Sigrún Berglind segist bjartsýn á áframhald- andi jákvæðni í garð skólastarfsins. „Skólamálin hafa haft meðbyr og það sýna til dæmis áberandi framkvæmdir vegna skóla- húsnæðis. Það má þó aldrei gleyma að innviðir skólans eru forgangsmál.“ Ekki er þó allt eins og það var fyrir hrunið sem sést til dæmis í niðurskurði á skólaferðum nemenda sem fá nær engar vorferðir lengur. „Það er óskaplega leiðinlegt að þurfa að leggja niður þessar ferðir sem hafa verið fastur punktur svo lengi.“ Heildarsýnin gruggug „Ég er ekki alveg viss um að hugmyndafræði skólamála hafi náð lendingu,“ segir Sigrún Berglind aðspurð um stefnu og skipulag menntunar á Íslandi. „Endurnýjun grunnskóla- laganna var kannski ekki alveg raunhæf og heildarsýnin svolítið gruggug.“ Hún nefndir samræmdu prófin í því samhengi og að það mál þurfi að klára í eitt skipti fyrir öll. „Það veit enginn hvert stefnir og greinilega hefur engin lokaákvörðun verið tekin því enn aðrar útfærslur eru á lokaprófum í ár en í fyrra og árin þar á undan.“ Þá er hún ekki ánægð með tækifæri grunnskólabarna utan af landi til að velja framhaldsskóla, í rauninni sé þar enginn valkostur lengur. „Fjölbrautaskóli Suðurlands er okkar svæðisskóli og því hafa nemendur héðan ekki nógu mikla möguleika á að komast inn í framhaldsskóla í Reykjavík. Það er í raun verið að flokka fólk eftir búsetu og það er aldrei af hinu góða.“ Sigrún Berglind er almennt jákvæð á framtíðina enda sé hún yfirleitt jákvæð manneskja. „Við kennarar erum í frábæru starfi með frábæran efnivið og það er bjart framundan!“ Nemendur jákvæðir og hressir „Það má aldrei gleyma að inn- viðir skólans eru forgangsmál,“ segir Sigrún Berglind. Það er nóg að gera í frystihúsunum. fólkiÐ

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.