Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.04.2010, Blaðsíða 20
20 Skólavarðan 3.tbl. 2010 nemendum á framhaldsskólastigi. Afar misjafnt er hvaða möguleika nemendur einstakra grunn-skóla eiga á því að stunda slíkt nám. Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði, segir að nemendur í unglingadeild skólans geti tekið einstaka áfanga á framhaldsskólastigi sem valáfanga. Skólinn hefur á að skipa kennurum sem hafa réttindi og menntun til að kenna á bæði grunn- og framhaldsskólastigi og því eru kenndir áfangar í íslensku, stærðfræði, spænsku og ensku í skólanum. Nem- endum Öldutúnsskóla gefst ennfremur kostur á að stunda nám í framhaldsskólum. Góðærið var ekki í framhaldsskólunum Að sögn Önnu Maríu Gunnarsdóttur, formanns skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara, náði hið svokallaða góðæri ekki inn fyrir veggi framhaldsskólanna. Á undanförnum árum hafi verið saumað að framhaldsskólakerfinu, meðal annars með því að fjölga í námshópum. „Síðan skall kreppan á og gerð er krafa um niðurskurð. En það er af svo litlu að taka,“ segir Anna María. Hún upplýsir að Félag framhaldsskólakennara hafi kannað þetta í framhaldsskólum landsins og í ljós hafi komið að nemendahópar stækki stöðugt. Hópar með fleiri en þrjátíu nemendur séu orðnir regla fremur en undantekn- ing og við slíkar aðstæður sé ekki hægt að krefjast þess að boðið sé upp á nám við hæfi, eins og kveðið er á um í nýju lögunum. En hvar eru skólarnir þá staddir núna? „Við erum í hálfgerðu tómarúmi. Lögin eru vissulega í gildi en skólarnir hafa ekki bolmagn til þess að framfylgja þeim.” Niðurskurður nauðsynlegur Vissulega þarf alls staðar að skera niður, kreppan bitnar á öllum. En er hægt að leita leiða til þess að halda hlífiskildi yfir menntakerfinu? „Menntamálaráðherra hefur leitað allra leiða til þess að hlífa mennta- kerfinu við fyrirsjáanlegum niðurskurði,“ segir Elías Jón. Hann segir að staðan í ríkisfjármálum í kjölfar bankahruns sé þó með þeim hætti að væntanlegar aðhaldsaðgerðir muni óhjákvæmilega bitna á menntakerfinu að einhverju leyti. Staða ríkisfjármála sé alvarleg og áfram þurfi að draga úr ríkisútgjöldum til að hægt sé að snúa vörn í sókn og að ríkið geti í framtíðinni beitt hvetjandi aðgerðum. „Sem stendur erum við hins vegar enn í nauðvörninni og niðurskurður því nauðsynlegur þó að leitast verði við að hlífa mennta- og velferðar- málum umfram aðra málaflokka.” Minni forfallakennsla í eldri bekkjum grunnskóla Sigfríður Sigurðardóttir er skólastjóri Lindaskóla sem er stærsti grunn- skólinn í Kópavogi. Hún segir að lítið hafi þurft að draga úr þjónustu við nemendur skólans enn sem komið er. Ástæðan fyrir því sé að grunnskólar í Kópavogi séu fjárhagslega sjálfstæðir, Lindaskóli hefur haldið vel á spöðunum undanfarin ár og því átt afgang til þess að mæta skertum fjárframlögum. „Breytingarnar hafa verið litlar, þær felast aðallega í því að minna er um forfallakennslu í efstu bekkjunum og tímum til félagsstarfa og foreldrasamstarfs hefur verið fækkað. Yfirvofandi er skerðing á kennslutímamagni en það mun ekki koma fram í því að nemendur fái færri kennslustundir heldur verður kennslan skipulögð á annan hátt og færri tímar verða fyrir skiptistundir og sér- kennslu.“ Sigfríður segir að boðaðar hafi verið frekari sparnaðarað- gerðir á næsta skólaári sem verði líklega á bilinu 3-5%. Lengri bið eftir þjónustu Að sögn Sigfríðar var farið vel yfir hvernig endurskipuleggja mætti skólastarfið til þess að mæta þessum kröfum. Þær ákvarðanir voru teknar í góðu samráði skólastjórnenda og bæjaryfirvalda og voru síðan lagðar fyrir í skólaráði og samþykktar þar. Á meðal þess sem verður skorið niður er úthlutun á kennslustundum til skólanna, akstur nemenda, tölvuumsjón, stjórnun skólans og sérfræðiþjónusta á borð við talkennslu og sálfræðiþjónustu. En hefur skerðing á því síðastnefnda ekki í för með sér takmarkanir á þjónustu við þá nemendur sem minnst mega sín? Sigfríður segir svo ekki vera, Kópavogur hafi hingað til úthlutað talsvert fleiri tímum í sérkennslu en nágrannasveitarfélögin og muni því eftir Vegna efnahagsástandsins hefur fullri gildistöku nýrrar námskrár og lengingu skólaársins verið frestað til ársins 2015. Niðurskurður í skólakerfinu hefur leitt til þess að nem- endum er nú nánast gert ókleift að stunda nám á mörkum skólastiga. málefni Sigfríður

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.