Skólavarðan - 01.04.2010, Side 22

Skólavarðan - 01.04.2010, Side 22
22 Skólavarðan 3.tbl. 2010 Í lögunum segir meðal annars: Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi . Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi , ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfl eifð íslenskrar menningar. Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera: a. að fylgjast með og efl a alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra, b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfi r hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar, d. að stuðla að víðsýni barna og efl a siðferðisvitund þeirra, e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun, f. að rækta hæfi leika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta. Nú er lítið svigrúm til annars en passa að börnin fari sér ekki að voða, að þau fái að borða og séu þurr. Samkvæmt útreikningum leikskóla- sviðs eiga tveir starfsmenn að vera með tuttugu barna deild með fjög- urra ára börnum. Það gefur auga leið að á slíkri deild á sér stað lítið faglegt starf og ógerlegt er að fylgja þeim markmiðum sem sett eru fram í lögunum hér að ofan. Í reglugerð um starfsumhverfi leikskóla kemur fram að: Leikskólastjóri, að höfðu samráði við sveitarstjórn eða nefnd sveitar- félags sem fer með málefni leikskóla í sveitarfélaginu, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla og starfsfólk leikskóla, tekur ákvörðun um fjölda barna í leikskóla hverju sinni. Ákvörðun um fjölda barna og skipulag skólastarfs skal taka mið af samsetningu barnahópsins, dvalartíma barna dag hvern, aldri þeirra og þörfum, samsetningu starfsmannahóps og umfangi sérfræðiþjónustu. Til að ná markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrár skal þess gætt að nægilegt rými sé fyrir hvert barn á hverri deild þar sem meginhluti umönnunar, náms og uppeldis fer fram. Huga ber sér- staklega að því að börn með sérþarfi r geti eftir atvikum þurft aukið rými svo sem vegna nauðsynlegra stoðtækja. Sveitarfélögum er heimilt að binda leyfi sveitarfélags til annarra rekstraraðila við ákveðinn hámarksfjölda barna, sbr. 15. gr. laga nr. 90/2008 um leikskóla. Að öðru leyti fara rekstraraðilar með ákvörðun um fjölda barna, sbr. 1. mgr. Að okkar mati er ekki unnið eftir þessari reglugerð og gert lítið úr menntun okkar með því að hafa hvorki samráð við okkur né leikskóla- stjóra þegar fjöldi starfsmanna er ákveðinn miðað við fjölda barna. Allir fá það sama, hvernig sem aðstæður eru í leikskólanum og ekkert tillit er tekið til samsetningar barna- og starfsmannahóps. Ekki verður ráðið sumarstarfsfólk í leikskóla í ár og því ríkir mikill kvíði um hvað verður þegar sumarfrí hefjast. Börnunum er skylt að taka fjórar vikur en fl estir starfsmenn eiga allt að sex vikum. Það segir sig sjálft að og fáir starfsmenn verða að störfum þennan tíma. Auk þess hafa víðast verið starfræktir skólahópar á sumrin þar sem elstu börn leikskólans fara í ferðir, skoða borgina sína og sjá hvað hún hefur upp á að bjóða. Þessi starfsemi fellur niður sökum. Okkur er nóg boðið. Er það stefna Reykjavíkur að hætta að hafa leikskólann fyrsta skólastigið og byggja upp aftur gæsluvelli? Við segjum nei takk!  Við ætlum að berjast fyrir rétti barna í borginni til góðra námsskilyrða og öruggs umhverfi s í erfi ðu árferði.  Við stefnum á að leggjast hart gegn því að senda börn heim ef kennarar veikjast.  Við ætlum að gera foreldrum og öðrum ljóst að Reykjavíkur- borg lítur á menntun yngstu þegna sinna sem aukaatriði. Spurningar sem við viljum fá svör við: • Er það stefna Reykjavíkur að hætta að hafa leikskólann fyrsta skólastigið og byggja aftur upp gæsluvelli? • Er það stefna Reykjavíkur að námsskilyrði leikskólabarna skerðist? • Er það ekki lengur stefna Reykjavíkur að nauðsynlegt sé að börn fái hollan og kjarngóðan mat í leikskólum? • Er það stefna Reykjavíkur að starfsfólk leikskóla fari heim kúguppgefi ð á hverjum degi vegna vondrar vinnuaðstöðu? Kennarar sem vilja ræða málin frekar geta skrifað á netfang hópsins: leikskolakennarar.rvk@gmail.com Ný lög og leikskólinn Þann 5. maí síðastliðinn hittust rúmlega þrjátíu leikskóla- kennarar úr nokkrum leikskólum í Reykjavík og ræddu málin. Farið var yfi r ný lög um leikskóla og var hópurinn á einu máli um að starfsfólk leikskóla Reykjavíkur gæti ekki farið eftir þeim sökum niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. sAmræÐA

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.