Skólavarðan - 01.09.2010, Síða 4

Skólavarðan - 01.09.2010, Síða 4
4 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Eiríkur, hvað er að gerast í kjaramálunum? Við höfum verið að funda hér innanhúss, bæði stjórn KÍ og kjararáð, og einnig hafa formenn aðildarfélaga rætt þessi mál á formlegum og óformlegum fundum. Það ríkir einhugur um að í komandi kjarasamn- ingum þurfi að semja við Launanefnd sveitarfélaga um að kennarar og stjórnendur sem vinna hjá sveitarfélögunum fái hliðstæðar kjarabætur og samið hefur verið um við aðra kennara, til viðbótar því sem um semst almennt. Kennarasambandið hefur haft það á stefnuskrá sinni árum saman að meta beri menntun og ábyrgð til launa. Nú er verið að lengja kennara- menntun og því tekur lengri tíma að afl a sér réttinda til kennslu en áður var. Þetta er grundvallaratriði sem meta verður til launa. Kennarasambandið mun krefjast þess að kjarabætur í komandi kjarasamningum verði raunverulegar og að þær skili sér til allra félagsmanna en ekki einungis þeirra sem lægst hafa launin. KÍ hefur alla tíð stutt hækkun lægstu launa og gerir enn en nú er algjörlega nauðsynlegt að hækkanir nái líka til þeirra sem ofar eru. Þeir hafa margir hverjir tekið á sig verulega mikið aukna skattbyrði ásamt því að yfi rvinna hefur minnkað eða horfi ð og þola þannig mun meiri kaupmáttarskerðingu. Tekur KÍ þátt í samfl oti við gerð kjarasamninga? Félög innan KÍ munu örugglega ekki taka því að fá upp í hendurnar uppskrift af kjarasamningum sem samin er af SA og ASÍ eins og raunin var síðast. Það er ekkert sem mælir gegn því að aðilar hafi með sér samstarf við gerð kjarasamninga í haust en forsendur þess verða að vera þær að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur að fullu. Hvað með niðurskurð og skattahækkanir? Það hefur lengi legið ljóst fyrir að samtök opinberra starfsmanna vilja verja velferðarkerfi ð og þar með skólana gegn niðurskurði. Sú stefna hefur ekki breyst. Þess vegna hafa samtök opinberra starfsmanna ekki staðið eins hart gegn skattahækkunum og aðilar hins almenna vinnu- markaðar. Ég á von á því að þessi ágreiningur sé enn til staðar. Í þessu sambandi er mikilvægt að muna að við fjárfestum í menntun og sú fjár- festing er undirstaða velferðar þjóðarinnar á komandi árum. Þess vegna er niðurskurður í menntakerfi nu þjóðhagslega hættulegur. En lífeyrismálin? Öllum er ljóst að SA og ASÍ hafa á köfl um farið hamförum gegn líf- eyrisréttindum opinberra starfsmanna. Nú er í gangi vinna á grundvelli svokallaðs stöðugleikasáttmála um framtíðarskipulag lífeyrismála. KÍ er þátttakandi í þeirri vinnu og á þeim vettvangi er stefna okkar skýr. Skerðing á lífeyrisréttindum félagsmanna okkar kemur ekki til greina enda um kjarasamningsbundin réttindi að ræða. Áherslur KÍ í hnotskurn? Við ætlum að verja réttindi félagsmanna okkar, sækja kjarabætur sem skila sér til allra og krefjumst þess að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga verði virtur. Launahækkanir verða að skila sér til allra félagsmanna Formaður: Eiríkur Jónsson, KÍ Texti: keg Mynd: js – formenn spurðir tíðindaspJörunum Úr

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.