Skólavarðan - 01.09.2010, Page 7

Skólavarðan - 01.09.2010, Page 7
7 Skólavarðan 4.tbl. 2010málefni Brýnt að bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir » Texti: Hallur Þorsteinsson Myndir: Finnbogi Marinósson og js Aukið svigrúm til þróunar námsbrauta og nýtt framhaldsskólapróf eru meðal stórra breytinga sem ný lög um framhaldsskóla fela í sér. Margir unglingar í grunn- og framhaldsskólum eiga erfi tt með að fi nna sér nám við hæfi og mikið brottfall er úr námi eftir að skyldustiginu lýkur. Kennarar og skólastjórnendur hafa nú aukinn stuðning í lögum til að koma betur til móts við þennan hóp nemenda en áður en brýnt er að fylgja lögunum eftir og ráðstafa fé til þessa gríðarlega mikilvæga málafl okks. Hallur Þorsteinsson skoðaði nokkrar hliðar á þessu máli og ræddi við kennara, áfangastjóra, náms- og starfsráðgjafa og sérfræðing í menntamálaráðuneytinu sem öll koma að fjölgun námsleiða og framkvæmd menntalaga en með ólíkum hætti.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.