Skólavarðan - 01.09.2010, Qupperneq 8

Skólavarðan - 01.09.2010, Qupperneq 8
8 Skólavarðan 4.tbl. 2010málefni Með nýjum lögum um framhaldsskóla árið 2008 voru innleiddar þær veigamiklu breytingar að samræmd lokapróf voru felld niður og lög- festur var réttur ólögráða ungmenna til skólavistar í framhaldsskólum. Innritun í framhaldsskóla skal nú byggjast á fjölbreyttu námsmati úr grunnskóla og öðrum þáttum sem miða að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut. Með því að lögfesta fræðsluskyldu til 18 ára þurfti því að auka kröfur um fjöl- breytt nám og að framhaldsskólinn þjónaði nærumhverfi sínu betur en áður. Meðal þess sem kveðið er á um í lögunum um framhaldsskóla er frelsi sem þeim er veitt til að þróa sérstakar námsbrautir sem byggjast á sérstöðu þeirra og styrkleika og spurn eftir sérhæfðum námsleiðum og úrræðum. Þá er með lögunum miðað að því að efla ráðgjöf og stuðning við nemendur og taka upp framhaldsskólapróf sem byggt verði á sér- stökum námsbrautum og svari til 90-120 eininga náms á framhalds- skólastigi. Í greinargerð sem lögð var fram með lagafrumvarpinu segir að miðað sé við að framhaldsskólar semji lýsingar fyrir sérstakar námsbrautir þar sem reynt er að koma til móts við þarfir nemenda sem ekki hyggja á önnur próflok. „Slíkt nám mundi koma í stað náms sem skipulagt hefur verið og í boði er undir formerkjum almennra brauta framhaldsskóla. Vonir standa til að tilkoma þessa prófs geti orðið mikilvægur liður í að draga úr brottfalli nemenda en það er undir einstökum skólum komið, með atbeina og stuðningi menntamálaráðuneytis, hvort þessi leið muni skila árangri,“ segir í greinargerðinni. Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skrifstofu menntamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að enn sé lítið hægt að fullyrða um hvað muni einkenna námsbrautir sem lýkur með framhaldsskólaprófi. „Það mun ráðast af tillögum skólanna um nýjar námsbrautir, en þær á ráðuneytið að staðfesta eins og lög kveða á um. Frestur skóla til að semja sig að kröfum laganna hefur verið framlengdur til 2015 svo að enn kann að líða nokkur tími áður en þessi mynd fer að skýrast,“ segir Þórir. Hann segir að sér þyki líklegt að skólarnir muni að nokkru leyti skipuleggja framhaldsskólapróf af sérstökum námsbrautum í anda þess sem nú fellur undir almennar námsbrautir. Jafnframt geri hann ráð fyrir að ýmsar nýjar og fjölbreytilegar útfærslur á námi til fram- haldsskólaprófs muni líta dagsins ljós og verði talsvert ólíkar því sem nú sé að finna á almennum brautum. „Þá er vert að nefna að framhaldsskólapróf er í lögunum skilgreint sem eitt af formlegum lokaprófum í framhaldsskólum. Það er nýmæli og kann að skipta talsverðu máli þegar að framboði náms á þessum brautum kemur,“ segir Þórir. Þórir Ólafsson „Frestur skóla til að semja sig að kröfum laganna hefur verið framlengdur til 2015 svo að enn kann að líða nokkur tími áður en þessi mynd fer að skýrast.“ Með nýjum lögum er framhalds- skólum veitt frelsi til að þróa sér- stakar námsbrautir sem byggjast á sérstöðu skólanna og styrkleika og spurn eftir sérhæfðum náms- leiðum og úrræðum. Þá er miðað að því að efla ráðgjöf og stuðning við nemendur og taka upp framhaldsskólapróf.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.