Skólavarðan - 01.09.2010, Side 11

Skólavarðan - 01.09.2010, Side 11
11 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Haustið 2004 tók til starfa fjölgreinadeild Lækjarskóla í Mennta- setrinu við Lækinn, Fjölgreinadeildin er fyrir nemendur úr 9. og 10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar sem allir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð að fóta sig í almennum grunnskóla. Fljótlega varð ljóst að þeir nemendur sem útskrifuðust úr deildinni væru fæstir reiðubúnir til að hefja hefðbundið framhaldsskólanám að loknum grunnskóla. Í kjölfarið, haustið 2006, var komið á lagg- irnar fjölgreinabraut sem er framhaldsskólaúrræði fyrir nem- endur á aldrinum 16-18 ára. Systurnar Berglind og Sandra Borg Gunnarsdætur kennarar eru umsjónarmenn fjölgreinabrautar og segja þær að með henni sé verið að koma til móts við sérstaka stöðu þessara nemenda. „Deildin er hugsuð sem úrræði fyrir þá einstaklinga sem eiga ekki auðvelda leið inn í framhaldsskóla af ýmsum ástæðum og þurfa aukinn undirbúning fyrir dæmigert nám í framhaldsskóla, til dæmis iðnnám eða inn á almennar stúdentsbrautir,“ segja þær. Brautin var og er rekin sem hluti af Lækjarskóla og hafði fyrsta skólaárið aðsetur í Dvergi en er núna í húsnæði Menntasetursins við Lækinn. Upphaflega gerði samningurinn ráð fyrir því að við brautina væru tólf nemendur í fullu námi en á haustönn 2008 var mikil ásókn í brautina og fékkst þá viðbótarfjármagn frá menntamálaráðuneyti til að koma til móts við þann fjölda sem sótti um, eða allt að átján nem- endur. Á þriðja starfsári brautarinnar 2009 var gerð úttekt á starfinu á vegum ráðuneytisins þar sem fram kemur að almenn ánægja er með starf brautarinnar í skólasamfélaginu, hjá nemendum sjálfum sem og foreldrum. Á vorönn 2009 lauk tilraunaverkefninu en í ágúst sl. skrifuðu Hafnarfjarðarbær og mennta- og menningarmálaráðuneytið upp á samstarfssamning um rekstur fjölgreinabrautar frá 2010-2012 sem er í raun framhald á þeim samningi sem gilti 2006-2010. „Í samninginum felst að Hafnarfjarðarbær starfrækir áfram fjöl- greinabraut í svipaðri mynd og áður þar sem miðað er við að nem- endur séu á bilinu 15-20 á hverjum tíma og er starfrækt í nánu sam- starfi við Flensborgarskóla og Iðnskólann í Hafnarfirði. Að loknum samningstímanum er stefnt að því að námið færist algjörlega á ábyrgð framhaldsskólanna,“ segja þær Berglind og Sandra. „Nú stunda tuttugu nemendur nám við fjölgreinabraut Lækjarskóla og koma þeir víða að sem sýnir að þörfin fyrir svona úrræði er mikil, enda hefur nemendum við brautina fjölgað frá ári til árs.” Nemendur fá þann tíma sem þeir þurfa til að ná námsmarkmiðum Þær segja að með fjölgreinabrautinni sé lögð áhersla á að mynda sam- fellu í skólagöngu og sporna við brottfalli nemenda. Námið feli sér- staklega í sér áherslu á uppbyggingu og styrkingu sjálfsmyndar sem og félagsfærni þar sem nemendum sé tryggt nám við hæfi. „Leitast er við að uppfylla anda og ákvæði framhaldsskólalaga um námsframboð á framhaldsskólastigi fyrir þá nemendur sem ekki hafa náð tilskildum árangri við lok grunnskólans og falla illa að náms- Áhersla er lögð á að mynda samfellu í skólagöngu og sporna við brottfalli nemenda. Námið felur sérstaklega í sér áherslu á styrkingu sjálfsmyndar og félagsfærni. Komið til móts við þá sem eiga ekki auðvelda leið inn í framhaldsskóla málefni

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.