Skólavarðan - 01.09.2010, Qupperneq 12
12
Skólavarðan 4.tbl. 2010
framboðum á almennum brautum eða starfsbrautum framhaldsskól-
anna. Fjölgreinabrautin er fornámsbraut þar sem áhersla er lögð á
íslensku, stærðfræði og ensku. Þar fá nemendur tækifæri til að ljúka
fornámi á lengri tíma en í öðrum framhaldsskólum eða á allt að
tveimur árum, allt eftir þörfum hvers og eins.“
Berglind og Sandra segja að þeim nemendum sem hafa náð full-
nægjandi árangri á grunnskólaprófi eða hafa lokið fornámi í einu eða
fl eiri fögum gefi st kostur á að taka einingabæra áfanga í þeim fögum.
Þannig sé komið til móts við þarfi r hvers nemanda.
„Námið er skipulagt með hliðsjón af fornámsáföngum Iðnskólans í
Hafnarfi rði og Flensborgarskólans. Námsefni er það sama þannig að
kröfur til nemenda eru þær sömu, en fjölgreinabraut Lækjarskóla sker
sig úr á þann hátt að nemendur fá þann tíma sem þeir þurfa til að ná
námsmarkmiðum áfanganna, eða allt að fjórar annir. Þannig er námið
sniðið að þörfum nemenda,“ segja þær.
Verklegt nám á vinnustöðum spennandi viðbót
Samhliða bóknámi hafa verið í boði íþróttir, tölvukennsla, tjáning o.fl .
sem eru allt einingabærir áfangar og til að gera námið meira aðlaðandi
fyrir nemendur hafa verið í boði fjölbreyttar verklegar greinar þar sem
sérþekking og hæfi leikar kennara fjölgreinabrautar á hverjum tíma
fá að njóta sín. Má þar nefna skartgripagerð, textilmennt, matreiðslu,
myndlist, leirlist, smíðar og kvikmyndarýni. Þessar greinar gefa ein-
ingar sem fylgja nemendunum áfram innan skólakerfi sins.
„Í vetur kemur inn nýtt fag hjá okkur en það er vinnustaðamennt
sem er verklegt nám og fer fram á hinum ýmsu vinnustöðum á höfuð-
borgarsvæðinu. Nemandinn fær að kynnast ákveðnum vinnustað og
þjálfast í að byrja á verki, rekja sig í gegnum verkþætti og ljúka verki
á viðunandi hátt. Lögð er áhersla á að efl a sjálfstæði, frumkvæði,
úthald og einbeitingu. Þarna gefst nemendum kostur á að kynnast
vinnustöðum sem vekja áhuga þeirra og vera virkir þátttakendur á
vinnustað,“ segja Berglind og Sandra.
Hver lota í vinnustaðamennt stendur yfi r í þrjár vikur og er námið
sex klukkustundir á viku þannig að nemendur geta lokið við allt að
fjórar einingar á hvorri önn. Að loknum þremur vikum fer fram mat
á frammistöðu nemandans og ljúki hann áfanganum með viðunandi
hætti fær hann eina einingu. Nemendur fá ekki greidd laun fyrir þessa
áfanga. Nemandinn á þess síðan kost að velja nýjan vinnustað og í ein-
hverjum tilfellum er einnig hægt að halda áfram á sama vinnustað ef
vinnuveitandi er því samþykkur. Starfsmenn brautarinnar leitast við að
fi nna vinnustaði sem vekja áhuga nemenda og segja þær Berglind og
Sandra að nú þegar hafi sextán vinnustaðir verið fengnir til samstarfs
þar sem nemendur eru boðnir velkomnir.
„Okkur fi nnst þetta spennandi viðbót við það sem boðið hefur verið
upp á við fjölgreinabrautina hingað til þar sem þetta veitir nemendum
tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og sömuleiðis að prófa að
starfa við það sem vekur áhuga þeirra, reyna jafnvel eitthvað nýtt og
öðlast á þann hátt nýja sýn á hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segja þær
Berglind og Sandra Borg Gunnarsdætur.
„Í vetur kemur inn nýtt fag hjá okkur,
vinnustaðamennt, sem er verklegt nám
og fer fram á hinum ýmsu vinnustöðum á
höfuðborgarsvæðinu.“
málefni