Skólavarðan - 01.09.2010, Page 14

Skólavarðan - 01.09.2010, Page 14
14 Skólavarðan 4.tbl. 2010skólastarf Þróunarverkefnið Heilsueflandi skóli í umsjón Lýðheilsustöðvar á vax- andi fylgi að fagna enda toppfólk sem að því stendur og faglega unnið í hvívetna. Margir grunnskólar eru komnir af stað í verkefninu og fram- haldsskólar eru í startholunum, Flensborgarskóli verður forystuskóli á framhaldskólastigi í vetur og Egilsstaðaskóli stefnir á að verða fyrsti heilsueflandi grunnskólinn hérlendis samkvæmt viðmiðum Lýðheilsu- stöðvar. Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttur deildarstjóri í síðarnefnda skólanum og formaður stýrihóps um verkefnið segir okkur frá heilsu- eflingunni á Egilsstöðum. Í heilsueflandi skólum fer fram skólastarf í anda heilsueflingar þar sem markvisst er unnið að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Egilsstaðaskóli stefnir á að verða fyrsti heilsueflandi grunnskóli á Íslandi samkvæmt viðmiðum frá Lýðheilsu- stöð. Ísland á aðild að samtökum heilsueflandi skóla í Evrópu og nú þegar eru skólar í 46 löndum skráðir til leiks. Skólinn þarf að uppfylla ákveðnar kröfur sem Lýðheilsustöð setur fram og er gott samstarf á milli starfsmanna hennar og stýrihóps verkefnisins. Þess má geta að Lýðheilsustöð heldur utan um verkefnið á Íslandi en Egilsstaðaskóli var fenginn til að þróa og staðfæra reglur, gátlista og inngönguskilyrði að íslenskum aðstæðum í samstarfi við Lýðheilsustöð. Vinnan að þessu stóra heildstæða verkefni hófst haustið 2008. Mark- miðið er að auka heilsueflingu í skólanum. Innleiðing verkefnisins tekur þrjú ár og eru misjafnar áherslur á hverju ári. Veturinn 2008-2009 var lögð áhersla á hreyfingu og mataræði,veturinn 2009-2010 var áhersla á skólabraginn og andlega líðan og veturinn 2010-2011 verður lögð áhersla á samstarf við nærsamfélagið og foreldra. Skólinn hefur unnið markvisst að heilsueflandi starfi með vitundar- vakningu innan sinna veggja sem á að ná bæði til nemenda og starfs- fólks. Staðið hefur verið fyrir ýmsum viðburðum, vinnufundum og fræðslufundum. Búið hefur verið til fræðsluefni sem hefur verið dreift og kynnt í skólanum og á heimilum nemenda. Einnig eru reglulega gerðar ýmsar kannanir á líðan, hreyfingu og mataræði hjá nemendum sem og starfsfólki. Heilsueflingarverkefnið sjálft á að ná til nemenda og starfsfólks skólans, aðila sem tengjast skólasamfélaginu, t.d. félagsmiðstöðva, íþróttafélaga og foreldra. Tilgangurinn er að allir vinni saman og hafi sömu markmið. Sagt er að það þurfi heilt samfélag til að ala upp eitt barn og þess vegna er mikilvægt að allir vinni saman. Til hvers þarf heilsueflingu í skólann okkar? Heilsufar og menntun eru nátengd fyrirbæri. Heilsa nemenda ræður miklu um hvort þeir komast yfir höfuð í skólann og hvernig þeim gengur í náminu. Skólinn er því kjörinn vettvangur til að hvetja til Heilsueflandi skóli kominn á flug Texti: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir Myndir: Drífa Magnúsdóttir Ef öll þessi markmið nást ættu þau að vera besta forvörnin: Einstaklingur með sterka sjálfsmynd sem kann að bera ábyrgð á eigin heilsu.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.