Skólavarðan - 01.09.2010, Síða 16

Skólavarðan - 01.09.2010, Síða 16
16 Skólavarðan 4.tbl. 2010fólkið Guðríður Adda Ragnarsdóttir kennari og atferlisfræðingur kennir nemendum sem eiga erfi tt með lestur og stærðfræði svo þeir ná tökum á náminu. Hún heldur jafnframt kynningar á kennsluaðferðum og býður upp á handleiðslu og eftirfylgd, erindi, ráðgjöf og námssmiðjur. Að hvaða leyti er sú kennsla og þjálfun sem þú býður frábrugðin öðrum náms- úrræðum? „Flestir nemendur mínir eru klárir stálpaðir krakkar sem ráða ekki við námsefni dagsins. Þau hafa ekki vald á lykilatriðum sem eru grundvöllur samsettra verkefna. Sum eiga erfi tt með að læra að lesa og hafa fengið grein- ingu um dyslexíu. Öll ný atriði frumkenni ég með aðferð sem heitir Direct Instruction og hefur verið kölluð bein kennsla. Hún byggist á líkaninu sýna – leiða – prófa. Fyrst sýnir kennarinn hvað gera skal, svo endurtekur hann það ásamt nemendum. Að lokum svara þeir einir og óstuddir. Þá eru þeir tilbúnir að glíma við stuttar, tímamældar æfi ngar sem festa atriðið svo vel að þeir geta síðar beitt nýrri kunnáttu sinni og leikni í samhengi án þess að þurfa að hugsa sig um fyrst. Bókin mín Læs í vor er safn slíkra æfi nga. Nemendur skrá jafnóðum hvað þeir hafa bætt sig á þar til gert línurit eða hröðunarkort. Þetta er svo- kölluð Precision Teaching eða hnitmiðuð færniþjálfun og ég valdi þessa samsettu kennslutækni vegna þess að ágæti hennar er staðfest með haldbærum rannsóknum og reynsluprófunum. Hún hentar öllum og best er að beita henni frá byrjun í bekknum en bíða ekki eftir því að vandinn verði óviðráðan- legur.“ Hugtakið „Talnafjölskyldur“ er kennslu- tækni sem þú notar og hljómar mjög áhugavert, hvað merkir það? „Talnafjölskyldur kalla ég safn æfi nga sem ég hef útbúið fyrir krakka sem ráða illa við stærðfræði, hafa léleg talnatök og kunna ekki að reikna. Ég kenni samlagningu og frádrátt saman, og margföldun og deilingu saman í gegnum talnafjölskyldur. Talnafjölskyldur eru sambönd reiknireynda, það eru þrjár tölur sem alltaf passa saman. Flestar talnafjöl- skyldur hafa fjórar reiknireyndir. Dæmi um 3. fjölskyldu eru 3 4 7, 4 3 7, 7 3 4 og 7 4 3 í samlagningu og frádrætti, og 3 4 12, 4 3 12, 12 4 3 og 12 3 4 í margföldun og deilingu. Nemendur mínir læra þessi sambönd og þjálfast í að greina þau frá öðrum hópum þriggja talna sem ekki eru fjölskyldur, t.d. 3 4 8 og 3 4 13. Þegar nemendur hafa talnafjöl- skyldurnar sínar á hraðbergi, hafa þeir öðlast kunnáttu, öryggi og leikni sem skila sér áfram í orðadæmin og upp í stærðfræðina“. Þú notar líka meðal annars smelluþjálfun í þinni kennslu. Er það ekki eitthvað sem tengist hundaþjálfun? „Síðastliðin tíu ár hef ég ekki kennt öðruvísi Hvernig skilar kennslan sér? Texti: keg 13 40 16 5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 1 2 F jö ld i le s in n a m á lh lj ó ! a á e in n i m ín ú tu Nemandi me! leshömlun Fjöldi rétt lesinna málhljó!a "refaldast í einni kennslustund Rétt lesin málhljó! Röng málhljó! Sta!a fyrir frumkennslu me! beinum fyrirmælum Sta!a eftir frumkennslu og tvær umfer!ir af færni"jálfun 13 40 16 5 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 1 2 F jö ld i le s in n a m á lh lj ó ! a á e in n i m ín ú tu Nemandi me! leshömlun Fjöldi rétt lesinna málhljó!a "refaldast í einni kennslustund Rétt lesin málhljó! Röng málhljó! Sta!a fyrir frumkennslu me! beinum fyrirmælum Sta!a eftir frumkennslu og tvær umfer!ir af færni"jálfun en að nota smellu. Smelluhljóðið er merki um að svar nemandans hafi verið rétt. Þegar ný námsatriði eru frumkennd og nemandinn þarf að svara munnlega kemur smelluhljóðið strax og örugglega á eftir rétta svarinu. Það fær þannig í sig eiginleika umbunar sem brúar bilið yfi r í munnlegt hrós kennara og betri einkunnir. Smelluhljóðið felur einnig í sér upplýsandi við- gjöf og nemandinn veit hvort hann er á réttri leið. Ef bið verður á því leiðréttir nemandinn svarið. Hljóðið kemur þannig í veg fyrir að nemandinn endurtaki villur sí og æ. Villulaust nám styttir svo aftur leiðina að fyrirfram settu marki og nemandinn lærir á skemmri tíma en ella. Smellan er líka handhæg fyrir kennara þegar þeir ganga milli nemenda sem leysa skrifl eg verkefni. Svo er hún ómetanlegt tæki til að kenna alla verkmennt og leikni eins og íþróttir. Með henni getur íþróttakennari fínstillt líkamsstöðu og vöðvabeitingu nemenda og varðveitt rödd sína í leiðinni.“ Geta kennarar haft samband við þig og fengið þig til að kynna fyrir þeim þessa blönduðu kennslutækni? „Já, að sjálfsögðu. Síðastliðinn áratug hef ég kynnt bein fyrirmæli og hnitmiðaða færni- þjálfun með erindum og námssmiðjum, á öllum skólastigum og á fjölmörgum ráðstefnum bæði víðs vegar um landið og í nágrannalöndum. Við getum skipt þessu í þrjú stig. Í fyrsta lagi held ég almenn kynningarerindi til að upplýsa og fræða. Þau eru með hefðbundnu sniði. Ég lýsi aðferðum, svara fyrirspurnum og sýni dæmi af verkefnum ásamt myndrænum gögnum um árangur nemenda. Fyrir kennara sem hafa brennandi áhuga á að skoða málið nánar er næsta stig námssmiðjur í einn eða tvo daga. Þá kenni ég kennsluaðferðirnar með aðferð- unum sjálfum, það er eins konar sýnikennsla sem þátttakendur eru með í. Þeir eru þá sívirkir í munnlegum og skrifl egum æfi ngum og prófa á eigin skinni hvernig þær virka og sjá hversu ört þeim fer fram. Kennarar sem vilja sjálfi r beita aðferðunum beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun í kennslu þurfa hins vegar meira. Þriðja stigið felst í þjálfun á vettvangi með þéttri handleiðslu, ráðgjöf og eftirfylgd. Auðvitað væri árangursríkast og eðlilegast að kennarar hefðu þegar þekkingu og leikni á þessari kennslutækni úr kennara- námi. Starf mitt yrði þá frekar að vera þeim innanhandar sem félagi í nánari starfsþróun,“ segir Guðríður Adda að lokum. Guðríður Adda Ragnarsdóttir

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.