Skólavarðan - 01.09.2010, Qupperneq 39

Skólavarðan - 01.09.2010, Qupperneq 39
39 Skólavarðan 4.tbl. 2010 Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda 2011–2012 Stjórn Námsleyfasjóðs hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2011–2012. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi fyrir 1. október 2010 á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist kennslu nemenda með sértækar námsþarfir. Skal allt að 1/3 námsleyfa úthlutað vegna þessa. Umsækjandi, sem æskir námsleyfis, skal fullnægja eftirfarandi skilyrðum og skuldbindingum, sbr. reglur Námsleyfasjóðs: a)Hafa gegnt starfi í 10 ár samtals við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í grunnskóla, í eigi minna en hálfu starfi, og verið í starfi sl. fjögur ár. b)Vera fastráðinn starfsmaður sveitarfélags eða aðila sem stofnað er til með samstarfi sveitarfélaga og taka laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna grunnskólans. c)Ljúka 60 ECTS eininga háskólanámi eða sambærilegu námi, miðað við 1/1 námsleyfi, og skal námið miða að því að nýtast viðkomandi í því starfi sem hann er ráðinn til að sinna. d)Að loknu námsleyfi skal námleyfishafi senda stjórn sjóðsins innan fjögurra mánaða staðfest vottorð skóla um nám í námsleyfinu. e)Enginn getur fengið hærri fjárhæð í námsleyfi en sem nemur tveggja ára föstum launum á starfsævi viðkomandi. f)Laun í námsleyfi miðast við starfshlutfall námsleyfisþega næsta ár áður en námsleyfi hefst eða meðaltal síðustu þriggja ára ef það er hærra. Upplýsingar veitir Guðfinna Harðardóttir í síma 515 4900, tölvupóstfang: gudfinna.hardardottir@samband.is Orðagull Út er komið nýtt málörvunarefni eftir þær Bjarteyju Sigurðardóttir talmeina- fræðing og sérkennara og Ásthildi Bj. Snorradóttur talmeinafræðing. Búi Kristjánsson sá um myndskreytingar. Þetta er verkefnahefti sem hentar elstu börnum leikskóla og börnum á yngsta stigi grunnskóla en getur einnig nýst eldri nemendum sem glíma við erfiðleika í vinnsluminni og tvítyngdum nemendum á öllum aldri. Verkefnum er skipt í tvo hluta eftir þyngd. Verkefni í A−hluta þjálfa úrvinnslu á einföldum fyrirmælum en í B−hluta er unnið með úrvinnslu flóknari fyrirmæla. Bókinni fylgir geisladiskur með öllum vinnublöðum hennar (myndasíðum) ásamt skráningarblaði til að fylgjast með framförum nemenda. Vinnublöðin má hvort heldur er vinna sem stök verkefni eða setja saman í vinnuhefti fyrir einstaka nemendur. Spjöld með sjónrænum vísbendingum fylgja með til þess að hjálpa nemendum að skipuleggja sig, fá yfirsýn yfir verkið og virkja vitræna starfsemi. Ein mikilvægasta forsenda náms er að geta unnið úr heyrnrænum fyrir- mælum. Einnig er mikilvægt að hafa góðan orðaforða, geta munað fyrirmæli, kallað þau úr minni við endursögn og unnið úr þeim við skipulagningu og lausnaleit. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að styrkja vinnsluminni með markvissri þjálfun. Bjartey og Ásthildur segja, aðspurðar um væntingar, að þær voni einlæglega að kennsluefnið nýtist sem flestum börnum sem við lok leikskóla eða upphaf skólagöngu standa ekki jafnfætis jafnöldrum í heyrnrænni úrvinnslu og vinnsluminni. námsgögn Nýtt málörvunarefni styrkir vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu, orðaforða og endursögn Bjartey Sigurðardóttir og Ásthildur Bj. Snorradóttir

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.