Skólavarðan - 01.09.2010, Page 49

Skólavarðan - 01.09.2010, Page 49
49 Skólavarðan 4.tbl. 2010slaka á LÁRéTT 2. Franskur heimspekingur og rithöfundur sem afþakkaði bókmenntaverðlaun Nóbels. (6) 5. Tónverk fyrir ákveðið hljóðfæri sem mikið var skrifað af á rómantíska tímabilinu. (9) 6. Ávextir Ribes x pallidum. (7) 9. Höfuðfat biskups. (5) 11. Borg sem Heinrich Schliemann fann. (9) 12. Dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar. (5) 13. Stærsti íslenski ránfuglinn. (6) 14. Kirkjustaður í Kjós. (11) 17. Gauss-dreifing. (14) 19. Húsameistari. (8) 20. Fylki sem Dórótea sem fór til Oz bjó í. (6) 24. Kvikmynd sem gerði George Lucas heimfrægan. (4,4) 27. Rússneskur rithöfundur sem skrifaði Stríð og frið meðal annars (7) 29. „Er ég kem heim í _______“ (8) 31. Barn á frönsku. (6) 32. „Söngur blítt svefninn hvetur, ______ tvö geta’ ei betur“ (7) 34. Önnur aðalstöðin í taugakerfi hryggdýra. (5) 35. Gjaldmiðill Grikklands áður en þeir tóku upp evru. (6) 37. Minnst íslenskra anda. (6) 38. Fasi í frumuskipti þar sem spóluþræðirnir draga litninga í sundur (7) 39. Eyjaklasi austur af Papúa Nýju Gíneu. (13) 40. Söngkona sem söng „All Kinds of Everything“. (4) LÓðRéTT 1. Rödd sem liggur á sviðinu C4 til C6. (6) 2. Félagsmenn í samtökum Baden-Powells. (6) 3. Það að vera jafnvígur á tvö tungumál. (8) 4. Listamannsnafn Guðmundar Guðmundssonar. (4) 5. Velþekkt hjákona Lúðvíks 15. Frakklandskonungs. (9) 7. Sjálfgefin orðaröð í íslensku er ____– umsögn – andlag. (7) 8. “Dimmar rósir eru minning þín. Heitar nætur eru þú og ég. Bjartir dagar eru ______ þitt” (6) 10. Höfundur Don Kíkóta. (9) 15. Í Ágripi af Noregskonungasögum er m.a. fjallað um _____ blóðöxi, son Haraldar hárfagra sem síðar varð konungur yfir Norðymbralandi. (5) 16. Sníkill í frumum sem er gerður úr kjarnsýrum og próteini. (5) 18. Höfuðborg Kanada (6) 21. Höfuðstöðvar lögreglunnar í Lúndúnum. (8,4) 22. _______Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima. (8) 23. Frumefni táknað með W. (7) 24. Sá sem kom frá landi sem notaði skammstöfunina CCCP. (8) 25. Rauður gimsteinn. (5) 26. Valmúi. (10) 28. Breyta gerð lags með því að hljómsetja það, breyta hljóðfæraskipan þess eða álíka. (7) 30. Hlunnindi æðarbónda. (8) 33. Sannleikann eða ________? Samkvæmisleikur. (6) 36. Rithöfundur fæddur í Prag sem skrifaði á þýsku. Frægustu verk hans eru Hamskiptin og Réttarhöldin. (5) Krossgáta Skólavörðunnar Lausn Krossgátu í 3.tbl Skólavörðunnar.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.