Þjóðmál - 01.09.2012, Page 9

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 9
8 Þjóðmál haust 2012 hverjir stóðu að baki tæplega 16 milljónum króna af próf kjörsfé hans 2006 vitnaði hann í fyrirlestur dr . Huldu Þórisdóttur um afleiðingar efnahagshrunsins á Íslandi þar sem sagði: Ekki síst þurfum við að varast annan fúlan pytt, en það er tilhneigingin til eftiráskýringa með tilheyrandi „heilagri“ vandlætingu . Hegðun sem í dag virkar e .t .v . augljóslega vafasöm eða röng, var ekki svo augljóslega röng þá og oftar en ekki algjörlega samþykkt á þeim tíma . Og það sem meira er, það er hollt að hafa í huga að ef hrunið hefði ekki átt sér stað er alls ekki víst að við hefðum nokkurn tíma byrjað að álíta þessa hegðun ranga . . . það er mjög hættulegt að gefa sér þekkingu sem maður hefur í dag til þess að skýra það sem gerðist fyrir 3 árum síðan . Það er gömul saga og ný að auðvelt er að spá fyrir um orðna hluti . Undir þessi orð dr . Huldu má taka en ekki er traustvekjandi að stjórnmálamaður skuli sjá sér hag af því að nota slíka tilvitnun til að réttlæta stöðu sína á líðandi stundu . Hitt er einnig athyglisvert að Guðlaugur Þór hefur síður en svo legið á liði sínu við að leggja spurningar fram á alþingi sem eiga að stuðla að því að upplýsa um ávirðingar manna í opinberum stöðum, einkum þegar um meðferð fjármuna er að ræða . Eftiráskýringar setja mikinn svip á stjórn- mál líðandi stundar og enn verða kosn- ingarnar vorið 2013 háðar af andstæðing um Sjálfstæðisflokksins með þær á vörunum . Slíkar skýringar réðu ferðinni hjá þeim sem ákærðu Geir H . Haarde og drógu hann fyrir landsdóm . Þar var hann sakfelldur án refsingar fyrir hreint formsatriði sem snerti bankahrunið ekki á neinn hátt og skipti í raun engu máli til eða frá varðandi efni þess máls sem lagt var fyrir dómarana . Eitt af hinu illskiljanlega í stjórnmálabar- áttu líðandi stundar er hvers vegna kjörn- um fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að nýta sér staðreyndir um þróun mála í aðdraganda hrunsins sem sýna að aðrir flokkar stóðu þeim mönnum nær sem stjórnuðu ofrisi bankanna en Sjálf- stæðisflokkurinn . Þetta liggur fyrir rök- stutt á aðgengilegan hátt í bókum og blaðagreinum . Þá er einnig merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki hafa beitt sér fyrir almennri kynningu á niðurstöðum landsdómsmálsins gegn Geir H . Haarde og leitt þjóðinni fyrir sjónir sneypuförina sem þar var farin undir forystu Steingríms J . Sigfússonar . Er einsdæmi að stjórnmálastörf séu greind á þann hátt sem gert er í niðurstöðum landsdóms sem mælti fyrir um sýknu vegna allra efnisatriða . Öll eru þessi vopn fyrir hendi fyrir þá sem kunna að bregða þeim og vilja nýta sér þau . Að sjálfsögðu snýst stjórnmálabarátta um það sem menn ætla að gera en ekki hitt sem gert hefur verið . Fortíðin skiptir hins vegar miklu og andstæðingar Sjálfstæðisflokksins leggja meiri áherslu á hana en framtíðina í baráttunni gegn flokknum . Flokkurinn getur því ekki látið hjá líða að takast á við þá um þau mál eins og önnur . E itt af hinu illskiljanlega í stjórnmálabar áttu líðandi stundar er hvers vegna kjörn- um fulltrúum Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að nýta sér staðreyndir um þróun mála í aðdraganda hrunsins sem sýna að aðrir flokkar stóðu þeim mönnum nær sem stjórnuðu ofrisi bankanna en Sjálf- stæðisflokkurinn .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.