Þjóðmál - 01.09.2012, Page 18

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 18
 Þjóðmál haust 2012 17 mun hún ekki snúa aftur í útsynningi og bálviðrisgný vetrarmánuðanna . Reykjavík verður fátækari fyrir bragðið . Alfurðulegast hefur þó verið að fylgjast með kollsteypum og kú vend ingum borg ar yfirvalda í skipu lags málum . Þar standa í framlínunni upp grad er aðir vara - borgarfulltrúar á berangri á meðan borgar- stjórinn bullar út í bláinn . Flug vallar málið er óleyst og verður ekki leyst í bráð . Má draga þá ályktun að skipulagsmál falli ekki svo auðveldlega að geðþóttastjórnun Jóns Gnarr . Það dugar skammt að segja „skipulagsmál heyra undir Reykjavíkur- borg“ á meðan eignar réttarákvæðið er enn til staðar í stjórnar skránni og Ögmundur segir: „Ég vil að flugvöllurinn verði hér áfram .“ Stálin stinn — og í slíkri stöðu verður jafn vel draumaverkefni Dags B ., að „þétta“ byggð í Vatnsmýrinni, að víkja . Til sárabóta tókst þó að renna stoðum undir andabyggð á svæðinu og mun þetta best heppnaða skipulagsaðgerð Besta flokksins til þessa . Fleiri verða plúsarnir í kladdan um ekki, því að annað brambolt skipulags ráðs borgarinnar flokkast undir smásmugu- legan tittlingaskít þar sem hús og styttur flæmast um Kvosina án sýnilegs gagns fyrir borgarbúa . En þótt afköstin séu rýr hefur heilmikið loft lekið úr belgingnum sem einkenndi formann skipulagsráðs í upphafi ferils . Þar voru bíleigendur meðal annars dæmdir til vistar í Víti og þótt fullnusta dómsins sé enn nokkuð undan má fullyrða að ylurinn af glóðunum sé vissulega til staðar . Áhöld eru um hvort áform um að flytja Árbæjarsafnið aftur í miðbæinn hafi verið digurbarkalegur rembingur eða aðeins ætluð til heimabrúks, en í dag virðist skipulagsráð frekar vera í varnarstöðu en fylkingarbrjósti . Að skipulagsráði er nú sótt úr öllum áttum og þó helst af stuðningsmönnum framboðsins . Þessi hópur fyrirgefur ekki ráðsmönnum að hleypa Landspítalamálinu í gegn . Í þeim Af vefsíðunni skripo .wordpress .com

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.