Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 30

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 30
 Þjóðmál haust 2012 29 farið á Íslandi í dag, þrátt fyrir að alla skatt- peningana sem fara til hins opinbera . Þetta hef ég sjálf upplifað í störfum mínum hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur . Það á ennfremur að vera eitt af stóru verkefnum Sjálfstæðisflokksins að stuðla að því að hjálpa fólki til sjálfshjálpar á ný . Það er einmitt það sem flestir þrá, að vera sjálfs sín megandi en ekki upp á aðra komnir . Hér þarf Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér . Gegn græðgi Sjálfstæðisflokkurinn þarf að skera upp herör gegn græðgi, sjálfhygli og óheiðar- leika og þeirri áráttu sem því miður alltof margir eru haldnir í þjóðfélagi okkar, að maka krókinn, hvar og hvenær sem þeir komast í aðstöðu til þess, yfirleitt alltaf á kostnað annarra . Þetta er að mínum dómi orðið nokkurs konar þjóðarböl . Hér er þörf á hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að vera í fararbroddi . Eyðsla um efni fram Það er í raun óþolandi þegar ríkisvaldið gengur undan með vondu fordæmi um hvernig að fara með fé . Ég þekki ekki nokkurn mann sem vildi fá þá sem stjórna peningamálum ríkisins til að sjá um fjármál heimilisins fyrir sig . Þetta er fé án hirðis . Það er svo grátlegt því þetta eru sömu pening- arnir og við leggjum okkur öll hart fram við að afla um allt þjóðfélagið á hverjum einasta degi . Samkvæmt útreikningum Sambands ungra sjálfstæðismanna byrjuðum við á þessu ári að vinna fyrir okkur sjálf 9 . júlí, fram að því vorum við eingöngu að vinna fyrir útgjöldum hins opinbera, og dugar ekki einu sinni til . Lítið á fjárlög ársins 2011 og síðan útkomuna í Ríkisreikningi . Fjárlagahallinn nær tvöfaldaðist . Hann átti að vera 46 milljarðar skv . áætlun en þegar upp var staðið reyndist hann 89 milljarðar . Forstöðumaður í einkafyrirtæki, sem kæmi með slíka útkomu, yrði líklega látinn taka pokann sinn . Virðing fyrir þeim fjármunum sem almenningur leggur í okkar sameiginlegu sjóði er eitt af því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að beita sér fyrir til að vinna næstu kosningar sem og betri rekstur hins opinbera . Þá getum við aftur lækkað skatta sem er brýn nauðsyn á, bæði til að hvetja fólk og fyrirtæki til athafna . Ísland standi utan ESB Ísland varð fullvalda ríki árið 1918 og lýðveldi árið 1944 . Í margar aldir vorum við norsk eða dönsk nýlenda og flestir Íslendingar lifðu við mikla fátækt og vesöld með erlent yfirvald í landinu . Sjálf stæðisbarátta Íslendinga var löng og ströng en hún skilaði okkur loks fullum yfirráðum yfir landi voru og þjóðfélagi . Íslendingar eru fámenn þjóð sem hefur á undra skömmum tíma risið upp úr því að vera fátækasta ríki Evrópu í það að verða ein auðugasta þjóð veraldar, einmitt vegna þess að hún fékk loks að ráða sjálf sínum málum . Aðild okkar að Evrópusambandinu V irðing fyrir þeim fjármunum sem almenningur leggur í okkar sameiginlegu sjóði er eitt af því sem Sjálfstæðisflokkurinn á að beita sér fyrir til að vinna næstu kosningar sem og betri rekstur hins opinbera . Þá getum við aftur lækkað skatta sem er brýn nauðsyn á, bæði til að hvetja fólk og fyrirtæki til athafna .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.