Þjóðmál - 01.09.2012, Page 43

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 43
42 Þjóðmál haust 2012 merkasti stjórnmála maður veraldarsögunn- ar — og einn dáðasti forseti Bandaríkj anna . Lengst verður hans minnst fyrir að frelsa banda ríska blökkumenn úr þrælahaldi . Það kostaði þrælastríðið 1861–1865, sem í rauninni skar úr um það þrætumál hvort Bandaríkin væru ríkjasamband (þar sem einstök ríki gætu yfirgefið alríkið) eða sambandsríki (þar sem þau gætu það ekki) . Lincoln var líka einhver glæsilegasti ræðu- maður stjórnmálasögunnar . Margt hefur verið ritað um Abraham Lincoln síðan bók Thorolfs Smith kom fyrst út fyrir rúmlega hálfri öld . Sumt af því varpar nýju ljósi á þennan merka Bandaríkjaforseta og hans tíð . Fáar ævisögur hans eru þó skrifaðar af jafn mikilli ástríðu fyrir réttlætinu og bók Thorolfs . Hún er klassík meðal íslenskra ævisagna . _______ Abraham Lincoln — Ævisaga eftir Thorolf Smith er ein af jólabókum Uglu í ár . Árið 1957 gaf hann út kver um Þorstein Jóseps son — löggiltan heiðurs mann fimm- tugan — og lýsti innihaldinu svona: „Ort í ofvæni af Þórólfi Smið (alias Thorolf Smith), undir engu lagi, algeru virðingar leysi fyrir bragarháttum, tign íslenzkrar tungu, og af sérstakri van kunnáttu .“ Alvaran var meiri í bókinni um Abraham Lincoln . Thorolf hafði aflað sér mikilla gagna; bókasafn hans um Lincoln telur tæp þrjátíu bindi . Það er nú varðveitt hjá dóttur hans og tengdasyni . Þar er margt frábærra bóka . Sömu leiðis er varðveitt þar stór veggmynd af Lincoln úr eigu Thorolfs . Hann hafði meira dálæti á Abraham Lin coln en nokkrum öðr- um manni . Að dáun hans á Lincoln stafaði ekki síst af þeirri sann færingu, að þar hefði farið góður dreng ur og hug rakkur — val- menni — en á fáu hafði Thorolf meiri skömm en kyn þátta hatri og annarri mannvonsku . Abraham Lincoln er án nokkurs vafa einn Thorolf Smith á söguslóðum Abrahams Lincoln í Bandaríkjunum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.