Þjóðmál - 01.09.2012, Page 51
50 Þjóðmál haust 2012
hún birtist í neyðarlögunum . Meginefnið
var að gömlu bankarnir voru látnir falla
í fang kröfuhafa sinna, en íslenska ríkið
stofnaði nýjan banka við hlið hvers hinna
gömlu og færði innlánsviðskipti, innlend
útlánaviðskipti og greiðslumiðlun til
hinna nýju banka . Tildrög þess að ég var
boðaður til þessara verka voru að ég hafði
ritað grein í Morgunblaðinu hinn 15 .
apríl 2008 og lýst slíkum hugmyndum
(e . hive-down), sem ég vildi framkvæma
strax, í því skyni að afstýra fjármálaáfalli .
Þeim hafði ég kynnst erlendis sem
bankamaður sem vann að fjárhagslegri
endurskipulagningu fyrirtækja . Í júlí 2008
bauð bankastjórn Seðlabankans til fundar
ásamt ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneyt-
isins til að ræða þær og útfærslu þeirra .
Þeir lýstu þá efasemdum sínum í ljósi
þess að bankarnir voru allir með glænýja
ársreikninga, uppáskrifaða af löggiltum
endurskoðendum, sem staðfestu að allt
væri í himnalagi . Fjármálaeftirlitið hefði
tekið þá góða og gilda . Ganga yrði út frá
því að vandi bankanna væri lausafjárvandi .
Útilokað væri að hnekkja starfsemi
bankanna að fyrra bragði . Mér finnst þessi
svör skiljanleg nú, því augljóst er orðið að
rangar póli tísk ar álykt anir hefðu verið af
dregnar . Bank arnir urðu að fara í þrot áður
en ríkisvaldið greip inn í .
Aðferðin kom nokkuð breytt fram í
neyðarlögunum, á þann veg að hinir
nýju bankar urðu ekki dótturfélög hinna
gömlu banka, heldur í eigu ríkisins . Fá-
einum dögum fyrir hrunið, 25 . sept-
ember 2008, féll stærsti bandaríski spari-
sjóðurinn, Washington Mutual . Hann
var meðhöndlaður með svip uðum hætti
og er víst að fulltrúar JP Morgan, sem
voru forsætisráðherra til ráðuneytis, hafa
fylgst með þeirri aðgerð . Það sem er ólíkt
með aðgerðunum er að hér gerðu menn
greinarmun eftir innlendum og erlend-
um viðskiptum, ekki eftir „góðum“ og
„vondum“ . Það var málefnalegt . Menn
færðu staðbundin bankaviðskipti yfir í nýja
banka en létu erlend umsvif óviðkomandi
Íslandi falla . Með sömu lögum voru innlán
gerð að forgangskröfum með afturvirkum
hætti, brútal aðgerð, nokkuð sem aðeins gat
gengið í ljósi neyðarréttar ríkis sem barðist
fyrir sjálfstæði sínu og tilveru . Um það má
lesa í 7 . hefti skýrslu Rannsóknarnefndar
Alþingis . Hæstiréttur hefur nú fallist á
lögmæti þessa gernings . Á örfáum dögum
var gerð uppskrift að fjárhagslegri endur-
reisn Íslands sem vekur nú athygli víða
um heim, ekki síst fyrir að setja hagsmuni
fólks ofar hagsmunum banka . Hún gengur
undir heitinu neyðarlög . Á þeim grunni
byggir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
störf sín .
Skrýtin tík, pólitík
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri hreyf -
ingarinnar — græns framboðs hefur tek-
ist að bjarga Íslandi og koma í veg fyrir
hrun samfélagsins, að mati Stein gríms J .
Sigfússonar . Hann sagði þetta svo hóg-
værlega á flokksráðsfundi VG í Reykjavík
föstudaginn 24 . febrúar s .l .:
Á örfáum dögum var gerð uppskrift að fjárhagslegri
endur reisn Íslands sem vekur nú
athygli víða um heim, ekki síst
fyrir að setja hagsmuni fólks ofar
hagsmunum banka . Hún gengur
undir nafninu Neyðarlög . Á þeim
grunni byggir ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur störf sín .