Þjóðmál - 01.09.2012, Side 52
Þjóðmál haust 2012 51
Eftir þessi þrjú ár sem við höfum barist
við þetta þá er ég bærilega sáttur við þann
árangur sem við höfum náð . Þetta hefur
verið erfitt . Því skal ekki leyna .
Ennfremur:
Til þess fórum við í þennan leiðangur
ekki síst — jú það var nú að bjarga Íslandi
og samfélaginu hér í gegnum þetta eins
og vel mögulegt væri og það tel ég að við
höfum gert .
Það er án efa rétt að mikið hefur mætt á
þeim sem staðið hafa við stjórnvölinn
undanfarin misseri . Stjórnmál snúast um að
hafa áhrif á þróun samfélagsins, menn þurfa
að komast til valda og ná að halda þeim .
Steingrímur vill að kjósendur trúi því að
hann hafi unnið björgunarafrek . Því hamrar
hann á sjálfshólinu, sem er skiljanlegt, en
minnisstætt er að hann studdi refsimál á
hendur pólitískum andstæðingi, sem er
óhugnanlegt . Hann sá sér ekki heldur fært
að styðja neyðarlögin og sat hjá, sem er
óneitanlega tíkarlegt, ekki síst í ljósi þess
hve stoltur hann er af þeim í útlöndum .
Er ekki allt í lagi?
Ég hefi lagt fram til umræðunnar um
efnahagsmál . Fyrst með viðvörunum
2005, síðan með tillögum 2008, og í
seinni tíð með fleiri greinum í von um að
mistök verði ekki endurtekin . Óvissa er
um árangur og sumir segja m .a .s . að allt
sé að fara í gamla farið . Baráttunni verður
því að halda áfram, hvað sem kröfunni
um pólitíska rétthugsun líður . Að komast
hjá þeim óþægindum að valda öðrum
óþægindum vegur einfaldlega minna . Það
er eindregin skoðun mín að þjóðin muni
ekki fá traust á stjórnmálaflokkum nema
þeim sem reyndu að auðgast á bólunni og
tengdust hruninu verði skipt út af, hvar í
flokki sem þeir standa . Ég geri mér grein
fyrir að sumum mun ekki líka þessi skoðun .
Þeir munu sjálfsagt telja að slík umræða
veiki flokksforystuna . Hún hafi nýlega
verið endurkjörin og að ekki sé líklegt að
skipt verði um leiðtoga fyrir kosningar, úr
því sem komið er . Þess vegna sé umræða af
þessu tagi andstæðingum flokksins í hag .
Hér verður að setja meiri hagsmuni ofar
þeim minni . Það er ekki æðsti tilgangur
stjórnmálaflokks að komast í stjórn og
halda þeirri stöðu sem lengst . Það kann að
vera markmið einstakra stjórnmálamanna .
Farsæld og velferð skipta stjórnmálaflokk
mestu . Fram hjá því verður ekki litið að gott
siðferði og traustar siðferðilegar viðmiðanir
eru undirstaða þessa . Á meðan óvissa ríkir
um hvað telst rétt mun reiðin ríkja áfram .
Niðurstaða mín er sú að óþreyttir þurfi
að koma inn á hinn pólitíska leikvöll sem
fyrst . Liðið er á seinni hálfleik, leikurinn
verður flautaður af við kosningar .
S teingrímur vill að kjósendur trúi því að hann hafi unnið
björgunarafrek . Því hamrar hann
á sjálfshólinu, sem er skiljanlegt,
en minnisstætt er að hann studdi
refsimál á hendur pólitískum
andstæðingi, sem er óhugnanlegt .
Hann sá sér ekki heldur fært að
styðja neyðarlögin og sat hjá, sem er
óneitanlega tíkarlegt, ekki síst í ljósi
þess hve stoltur hann er af þeim í
útlöndum .