Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 53
52 Þjóðmál haust 2012 Bjarni Jónsson Frelsi til athafna Íslendingar búa við meira frelsi frá náttúr-unnar hendi en flestar aðrar þjóðir . Að losna undan yfirgangssömum kóngi og skattheimtumönnum hans var frelsið, sem efst var í huga margra landnámsmannanna á sinni tíð, en seinni kynslóðir glutruðu þó niður stjórnarfarslegu frelsi sínu við stjórn- málaaðstæður og efnahagsaðstæður, sem al- kunnar eru . Slíkt má aldrei endurtaka sig . Íslenzkir menntamenn í Kaupmanna höfn, Fjölnismenn, hófu baráttu fyrir endur- heimt stjórnarfarslegs frelsis á fyrri hluta 19 . aldar, og Jón Sigurðsson forseti, frá Eyri við Arnarfjörð, lagði síðan þyngsta lóðið á vogarskálar sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar um og eftir miðja 19 . öldina . Þessi barátta stóð raunar í tvær aldir, því að Skúli Magnússon, landfógeti, hóf baráttu fyrir iðnvæðingu landsins, frjálsari verzlun og bættum lífskjörum öld áður en Fjölnismenn komu til sögunnar . Það var skoðun þessara manna allra, að efling verkmennta, atvinnuvega og athafnalífs landsmanna væri forsenda stjórnarfarslegs frelsis . Á 21 . öld inni eru allar verklegar forsendur fyrir hendi til varðveizlu frelsisins . Þrátt fyrir byltingu í hagrænum efnum, er frelsi landsins þó engan veginn fast í hendi nú í byrjun 21 . aldarinnar, því að stór hluti Alþingis og vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað að fikta við forsendur frelsisins með umsókn um aðild að ríkjasambandi, sem síðan er komið á daginn, að er á leið til sambandsríkis til að bjarga mynt sinni, evrunni . Skyldi mega læra eitthvað af sögunni, þegar viðbrögð við atburðum samtímans eru mótuð? Íslendingar búa við mikið náttúrulegt frelsi vegna stærðar landsins og fámennis þjóð ar innar . Þetta frelsi er hins vegar dýrt af sömu ástæðum, og þess vegna vilja t .d . jafn aðar menn sameinast stærri heild . En marg sinnis hefur verið sýnt fram á með traustum rökum, að með slíkum flótta frá við fangsefnunum væri farið úr öskunni í eldinn . Það er nú undir lands mönnum sjálf um komið, hvernig stjórnar farinu er háttað . Sem betur fer eru lands menn lang flestir þeirrar skoðunar, að stjórn ar- hættir verði almenningi hag felld ari undir heimastjórn en undir endanlegu til skip unar- valdi Evrópuþingsins, fram kvæmda stjórnar Evrópusambandsins, ESB, leið togaráðs ESB og búrókratanna í Brüssel . Landsmenn hafa nú frelsi til að ákvarða framtíð sína sjálfir, en slíkt frelsi yrði lagt fyrir róða við inngöngu í ESB . Athafna- frelsið er vissulega hluti af þessu frelsi, því að tilskipanir ESB á flestum sviðum athafnalífsins, svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði, eru endanlegar og geta orðið landsmönnum verulega íþyngjandi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.