Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 56
Þjóðmál haust 2012 55
hefur vaxið gríðarlega síðastliðin 20 ár og
stefnir í enn meiri hæðir . Nýjasta þróunin
í heyskapartækni er þreföld sláttuvél með
heildarskára upp undir 10 m á breidd .
Slægjan er söxuð og henni síðan skóflað upp
á risavagn og sett upp í stæðu, sem þjöppuð
er og síðan fergt yfir . Með þessu losna
bændur við mikinn kostnað af plasti utan
um rúllur og losna líka við baggabindivélar
og erfiða meðhöndlun bagga . Heyannir
færast nú meir á hendur verktaka, sem hafa
fjárfest í þessum dýra búnaði, og bændur
geta í staðinn einbeitt sér að búskapnum
sjálfum, þ .e . rekstri búanna og fjárfestingum
með lengri nýtingartíma en heyvinnutæki í
eigu einstakra búa .
Landbúnaðurinn á einnig mikla mögu leika
í ylrækt með nýtingu jarðvarma og raf orku,
t .d . framleiðslu grænmetis, sem er viður kennd
úrvalsvara hérlendis, en þá þurfa yfir völd að
gera það að stefnu sinni, að orku fyrir tækin
séu þjónustufyrirtæki fyrir orkunot endur, en
orkunotendur ekki fórnar dýr gróða sjónar-
miða skamm sýnna og þröngsýnna orkuselj-
enda . Hér þarf að verða við horfs breyting hjá
íslenzka orku geiranum, þannig að hann taki
að líta á sig sem stoðgrein og þjón ustuaðila
við gjaldeyris skapandi og gjalde yrissparandi
atvinnu greinar í landinu í stað óraun hæfra
drauma um skjótfenginn gróða, t .d . með
útflutn ingi á raforku um sæstreng .
Vegna fákeppnismarkaðar er opinber
stefnu mörkun fyrir orkugeirann af hálfu
Alþingis réttlætanleg .
Fái landbúnaður að njóta sanngjarnra
kaupa á forgangsorku og afgangsorku,
sem skili aðilum orkugeirans — vinnslu,
flutn ingi, dreifingu og sölu — eðlilegum
arði m .v . áhættu fjárfestingar, þá verður
ís lenzki landbúnaðurinn innan tíðar al-
þjóð lega samkeppnishæfur . Þess ber þó að
geta, að við ramman reip er að draga, því
að landbúnaður Evrópulandanna er yfirleitt
niðurg reiddur .
Það má ímynda sér, að íslenzkur land-
búnaður, að fiskeldi meðtöldu, geti árið
2020 flutt út hágæðavörur, þ . á m . til fjöl-
mennra ríkja með vaxandi kaupgetu, fyrir
allt að 200 milljarða kr . að núvirði, ef allt
gengur að óskum .
Ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum, enda býr hún við mikið
frelsi, og er von á um 600 .000 erlendum
ferðamönnum til Íslands árið 2012 . Árið
2020 gæti þessi fjöldi verið farinn að
nálgast eina milljón . Er orðið tímabært,
að ferðaþjónustan fari í umhverfismat,
þ .e . álagsþol helztu ferðamannastaðanna
verði metið, og jafnframt, hvort óbeinar
tak markanir með sölu aðgengis séu rétta
svarið . Icelandair mun hafa viðrað áætlun
um flutning á tveimur milljónum farþega
til landsins að Íslendingum meðtöldum
árið 2020, en gjalda ber varhug við
ferðamanna fjölda, sem augljóslega ógnar
náttúru landsins . Yfirvöld verða nú þegar að
taka höndum saman við ferðaþjónustuna
um verndun viðkvæmrar náttúru Íslands,
S tóriðjan í landinu hefur verið frá upphafi og er enn
stjórnmálalegt bitbein á milli
frelsisunnandi framfaraafla og
haftasækinna afturhaldsafla . E .t .v .
stafar þetta af því, að eigendur
stóriðjufyrirtækjanna eru öflug
hlutafélög án ríkisaðildar og flest
með bækistöðvar vestan hafs .
Afturhaldsöflin hafa löngum haft
horn í síðu „auðvaldsins“, þó að
þessi félög þess hafi fallið mjög vel
að íslenzkum aðstæðum .