Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 68

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 68
 Þjóðmál haust 2012 67 hrunin á sama hátt og kommúnisminn . Söguþráðurinn samkvæmt slíkri túlkun er einfaldur: stjórn málamenn veittu bönkunum of mikið frelsi, sem leiddi til gáleysislegra ákvarðana við stjórn bankanna, sem orsakaði síðan hrun þeirra . Gunnlaugur benti á að þessi rök séu stutt og einföld, komist fyrir í einni færslu á twitter og séu heppilegur „áróðurs moli“, eins og hann kallar það, enda auðvelt að ná til fjöldans með slíkum yfirlýsingum . Gunnlaugur segir tímabært að hægrimenn hætti að samþykkja þessa hugsanaleti og kynni sannleika málsins fyrir fólki . Umræður um stjórnmál á Íslandi um þessar mundir hafi gjarnan hrunið sem útgangs punkt og því sé afar mikilvægt að leiðrétta ranghugmyndir um það . Sú staðhæfing að frjálsræði hafi valdið hrun inu er blekkjandi hálfsannleikur, sem kemur í veg fyrir að réttur lærdómur sé dreginn af óförunum . Bankarnir hrundu vissulega af því að of mikil áhætta af ýmsu tagi var tekin, „happdrættið gekk ekki upp“ . En Gunnlaugur telur lykilinn að skilningi á atburða rásinni felast í staðreyndum um kerfið sem bankarnir störfuðu innan . Hann staðhæfir að gríðarleg áhætta hafi verið tekin vegna þess að eiginleg eða ætluð ríkisábyrgð hafi verið á bönkunum . Sökum hennar hafi fólk ekki búist við því að þurfa sjálft að bera ábyrgð á fjármunum sem það lánaði bönkunum, og á hann þá bæði við lánardrottna, sem keyptu skuldabréf bankanna eða lánuðu þeim, og einstaklinga sem lögðu peninga sína inn í bankana . Ríkisábyrgðin var til staðar vegna nokk- urra samverkandi þátta . Í fyrsta lagi hefur skapast hefð fyrir björgun banka, bæði hér og erlendis . Í öðru lagi vegna yfirlýsinga stjórnmálamanna víða í hinu pólitíska litrófi um að íslenska ríkið myndi bjarga bönk unum, að engin ríkisstjórn myndi leyfa þeim að fara á hausinn . Í þriðja lagi sögðu lánshæfismatsfyrirtækin Fitch og Moody’s, sem greindu bankana, að ís lenska ríkið hefði bæði getu og vilja til að bjarga þeim ef þörf krefði . Í fjórða lagi hefur Seðla- bankinn lögboðið hlutverk sem þrauta- vara lánveitandi . Í fimmta lagi eru til staðar innistæðutryggingar, sem margir halda að ríkið standi á bak við, þó að sú sé ekki endilega raunin . Í fimmta lagi er gjarnan mikil prentun peninga í fjármála kreppu, sem nýtist öllum bönkum og getur komið í veg fyrir gjaldþrot þeirra . Í sjötta lagi töldu íslenskir stjórnmálamenn, sam lendir bankar og lánardrottnar þeirra, að erlend ir seðlabankar kæmu beint eða óbeint til bjargar ef lausafjárskortur yrði í erlendri mynt . Afleiðingin af þess háttar ríkisábyrgð er ábyrgðarleysi þeirra sem búa við hana; þeir eru reiðubúnir að taka mun meiri áhættu en ella hefði verið . Í raun er skapað ástand þar sem bönkunum er gert kleift að spila með peninga annarra, án aðhalds frá eigendum fjármagnsins . Bankarnir höfðu hag af því að taka mikla áhættu vegna þess að þeir gátu S ú staðhæfing að frjálsræði hafi valdið hrun inu er blekkjandi hálfsannleikur, sem kemur í veg fyrir að réttur lærdómur sé dreginn af óförunum . Bankarnir hrundu vissulega af því að of mikil áhætta af ýmsu tagi var tekin, „happdrættið gekk ekki upp“ . En Gunnlaugur telur lykilinn að skilningi á atburða- rásinni felast í staðreyndum um kerfið sem bankarnir störfuðu innan . Hann staðhæfir að gríðarleg áhætta hafi verið tekin vegna þess að eiginleg eða ætluð ríkisábyrgð hafi verið á bönkunum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.