Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 71

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 71
70 Þjóðmál haust 2012 hafa villst af leið, hann hafi ekki almennil ega vitað lengur fyrir hvað hann stóð, hafi bar- ist fyrir völd um frekar en hug sjónum . „Það hlaut að fara illa,“ sagði hann, og bætti við: Hrunið varð þegar Sjálfstæðisflokkurinn var ekki lengur sá sem hann var, valda- fíknin hafði byrgt sýn, það vantaði orðið í flokkinn bakfiskinn, íhaldsgildin: traust, ábyrgð, góða dómgreind, efa, varðstöðu um siði og venjur, sem reynst hafa þjóðinni vel í aldanna rás . Jakob vill framgang stjórnmálamanna sem greina mun á réttu og röngu og gera það sem er rétt í hverju efni, þó þrýst sé á þá að gera annað og hvað sem straumum í sam- félaginu líður . Hann segir slíka menn lík- lega til að njóta trausts almennings . Því næst fór Jakob allmörgum orðum um að miða þyrfti stjórnskipan landsins við fjölmenni þess, að 300 þúsund manna þjóð þyrfti að sníða sér stakk eftir vexti á öllum sviðum . Hann lauk síðan máli sínu með kraft- miklum lokaorðum: Ég vil hægriflokk sem teflir fram fólki sem hægt er að treysta í hvívetna, fólki með báða fætur á jörðinni, sem lætur ekki loft- kastalasmiði rugla sig í ríminu og býr yfir sterkri siðferðiskennd og ríkri ábyrgðar- tilfinningu . Traust, ábyrgð, heilbrigð skyn semi, ásamt djúpum skilningi á íslensk um aðstæðum, eru hugrenninga- tengslin sem ég vil að fólk tengi ósjálfrátt Sjálf stæðis flokknum . Óli Björn Kárason var síðasti fram-sögu maður fundarins . Hann hóf ræðu sína með því að vitna í erindi sem Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, hélt í tilefni 60 ára afmælis Sjálf- stæðis flokksins 25 . maí 1989 og birtist í Morgun blaðinu 31 . maí sama ár . Þar ræðir Davíð „kalkaðar kennisetningar“ vinstri- flokk anna, úrræðaleysi þeirra, skammsýni, frest u nar áráttu og hugmyndafræði ríkis- hyggju og miðstýringar . Óli Björn gat þess ekki fyrr en í lok tilvitnunar sinnar í 23 ára gamalt erindi Davíðs, hver hefði látið orðin falla og hvenær . Slíkt stílbragð þjónaði aug- ljósum tilgangi: engu var líkara en að orð- unum væri beint að núverandi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og þegar ljóstrað var upp að svo væri ekki, varð skýrt í hugum fundar gesta að fátt hefði breyst, að hægt væri að endur nýta aldarfjórðungs gamla gagnrýni á vinstri flokkana en hitta samt sem áður beint í mark . Óli Björn lýsti því næst áhyggjum sínum af því að of margir drægju rangan lærdóm af atburðum síðustu ára: Í angist sinni og án hugsunar játa menn að skýring á hruni fjármálakerfisins sé að finna í hugmyndafræði Sjálfstæðis flokks- ins, í trú hans á einstaklinginn, í bar áttu fyrir tak mörkuðum ríkisafskipt um, lágum skött um og frelsi . Þannig hafa sjálf stæðis- menn verið hraktir út í horn, lamdir og barðir, og margir eru ráðvilltir og þora jafn vel ekki að kannast við sína dýpstu sann færingu . Hann sagði að því miður hefði krafan um uppgjör og endurskoðun náð að smita marga innan raða Sjálfstæðisflokksins og svipt þá pólitísku sjálfstrausti . Skilaboð hans til fundargesta var að nú væri kominn tími til að spyrna við fótum, öðlast sjálfstraust að nýju og hefja harða baráttu fyrir hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar, hvort sem menn berðust fyrir henni undir merkj- um frjálshyggju eða íhaldsstefnu . Forsenda slíkrar viðspyrnu, að mati Óla Björns, felur vissu lega í sér að gleyma ekki því sem vel hef ur verið gert, en einnig, og ekki síður,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.