Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 74
Þjóðmál haust 2012 73
og ryðja þar braut þeim körlum og konum
sem væri treystandi til að standa vörð um
sjálf stæðisstefnuna, hvort sem er á Alþingi
eða í sveitarstjórnum . „Jarðvegurinn fyrir
hug myndir hægrimanna er frjór,“ sagði hann,
„en upp skeran er undir okkur komin .“
Það eru orð að sönnu, en ljóst að upp-skeran fer ekki aðeins eftir frjó semi jarð-
vegarins, heldur einnig eftir hversu vel er sáð .
Tilgangurinn með mál fundi frjálshyggju hóps
SUS um stöðu hægri stefnunnar var ein mitt
að sá slíkum fræjum .
Miklu máli skiptir að róttæk hægristefna
fái málsvara í prófkjörum Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir næstu alþingiskosningar . Ljóst er að
framsögumenn á fundinum væru allir vel til
þess fallnir að vera fulltrúar skynsamlegra
sjónarmiða á Alþingi og ég veit til þess að
til að mynda Óli Björn Kárason og Jakob
F . Ásgeirsson hafa fengið fjölda áskorana að
bjóða sig fram . Annar verðugur frambjóð andi
væri að sjálfsögðu varaþingmaðurinn Sigríð-
ur Andersen, sem situr ásamt Gunnlaugi í
fræðaráði Ludwig von Mises-stofnunar inn ar
á Íslandi, og flutti ávarp í fundarlok .
Sigríður benti á afar mikilvæga hluti
í ávarpi sínu . Í fyrsta lagi ræddi hún um
að hinn frjálsi markaður væri alls ekki full-
kominn, langt frá því, og að frjáls hyggju-
menn ættu ekki að tala með þeim hætti .
Frjáls markaður væri hins vegar langskásti
kosturinn fyrir samfélagið — viðskipti
fólks, nýjungar og almenna hagsæld .
Í öðru lagi lagði hún áherslu á að frjáls-
hyggjumenn ættu ekki að samsama sig að-
gerðum stjórnvalda nema að vissu marki .
Þannig nefndi hún að frjálshyggjumenn
ættu vissulega að beita sér fyrir einkavæð-
ingu fyrirtækja, en ekki að líta á það sem
hlutverk sitt að halda uppi vörnum fyrir þau
fyrirtæki sem hafa verið einkavædd . Þau geti
verið vel eða illa rekin eftir atvikum . Einnig
nefndi hún skattalækkanir í þessu sambandi .
Frjálshyggjumenn ættu ekki að telja sig
þurfa að réttlæta sífellt skattalækkanir frá
sjónarhóli félagslegrar nytjastefnu, til dæmis
ættu þeir að sjálfsögðu ekki að vera hlynntir
skattalækkunum vegna þess að Laffer-
kúrvur sýna að tekjur ríkissjóðs myndu
aukast, heldur af siðferðislegum ástæðum:
fólk á sjálft tilkall til eigna sinna og tekna,
en á ekki að þurfa að líða að fjármunir
séu teknir af því með valdi og dreift eftir
geðþótta stjórnmálastéttarinnar .
Kjarninn í boðskap Sigríðar var sá að
megin reglur frjálshyggjunnar standi fyrir
sínu, óháð stuðlum og línuritum .
Eitt af því sem ég ræddi í inngangsávarpi
mínu sem fundarstjóri var einmitt mikil-
vægi hugmynda . Einhverjum kann að þykja
óviðeigandi að leggja mikla áherslu á þær
á tímum þegar heimilin í landinu glíma
við mikil og alvarleg vandamál . En sann-
leikurinn er hins vegar sá að umræða um
hug myndafræði er öðrum þræði umræða um
hversdagsleg vandamál . Hvert og eitt okkar
getur hugleitt hvernig þær skipta máli fyrir
líf okkar . Staðreyndin er sú að hug myndir
skipta máli, hugmyndir breyta heiminum .
Óhætt er að segja að fundur frjáls hyggju-
hóps SUS í Valhöll um stöðu hægristefnunn-
ar hafi markað tímamót . Þar hófst kraft mikil
við spyrna hægrimanna á Íslandi; lagður var
grunn ur að nýrri sókn í baráttu fyrir rétt látara,
fars ælla og frjálsara samfélagi .
A ðstandendur fundarins fengu afar jákvæð viðbrögð frá fundar-
gestum að fundi loknum, sem sögð-
ust sumir ekki muna eftir jafn mikil-
vægum og áhugaverðum fundi um
stjórnmál og hugmynda fræði .