Þjóðmál - 01.09.2012, Side 78

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 78
 Þjóðmál haust 2012 77 löggjöf og samfélagsskipan geti verið í anda frjálshyggju á marga vegu og þá mjög misgóða . Eins mynda úrræði sem eru andstæð henni ansi fjölskrúðugan flokk . Að allar góðu lausnirnar á vandamálum samfélagsins tilheyri öðrum flokknum og allar þær vondu hinum er tæpast mjög trúlegt og það er heldur ekki sennilegt að hægt sé að koma í veg fyrir kreppur og áföll með því einu að hafna öllum ráðum frjálshyggjumanna . Ég gef því ekki nema mátulega mikið fyrir skýringar Einars Más á efnahagsvanda síðustu ára . Hvort einhvers staðar í þeirri örlagaborg sem hýsir mögulega heima rúms og tíma finnst vistarvera þar sem mannlífið er laust við kreppur, basl og fátækt veit ég ekki . Mig grunar að ef sú vistarvera er til þá sé hún hátt upp í einhverjum turni sem er órafjarri híbýlum veruleikans . Hversu langt er í herbergi þar sem stjórnlyndir íhaldsmenn eins og Einar Már kváðu alla frjálshyggju í kútinn á nítjándu öld veit ég ekki og ekki heldur hvort þar er enn verið að hýða fólk á torgum og setja í gapastokk fyrir kirkjudyrum . Ekki veit ég heldur hve lengi þarf að leita að vistarveru þar sem öll frjálshyggja laut í lægra haldi fyrir jakobín- um eða ámóta róttæklingum og því síður hvort þar er fallöxi í hverju krummaskuði . Gegn frjálshyggju virðist Einar tefla íhaldssömum viðhorfum ekki síður en hugmyndum af ætt jafnaðarstefnu . Á stöku stað í textanum gefur hann í skyn að sam- félagsskipanin hafi verið betri fyrir daga iðnbyltingar og kapítalisma . Eitt dæmi um þetta eru vangaveltur um hvernig hefði farið á Englandi ef einveldi konungs hefði ekki verið hnekkt af borgurum undir lok sautjándu aldar, en þeir atburðir ýttu, sem kunnugt er, mjög undir framgang kapítalisma og frjálshyggju þar í landi . Ef enskir „einvalds konungar“ hefðu hins vegar setið við völd, má vel ímynda sér að þeir hefðu litið svo á að þeir væru konungar allra stétta, eins og sumir fyrirrennarar þeirra höfðu gert, og ættu að bera hag allra landsmanna fyrir brjósti, ekki aðeins einhverra landeigenda . Kannske hefðu þeir líka viljað halda sem mest friði innanlands og stuðla að viðgangi ríkisins, en fyrir hvorutveggja hlaut aukin fátækt, með allri þeirri ólgu sem henni fylgdi, mjög að spilla . (Bls . 119 .) Ekki þykist ég vita hvað þeir Hefði, Mundi og Skyldi mundu hafa afrekað á Englandi ef lands menn hefðu búið við ríki einvaldskónga hundrað ár í viðbót . Í Frakklandi ríktu svoleiðis kóngar þar til alþýða fékk nóg og gerði byltingu undir lok átjándu aldar . Þar tókst þeim ekki betur en svo að halda innanlandsfrið og vera konungar allra stétta . Hér er Einar Már ef til vill aðeins að leika sér að hugmyndum og minna á að sagan gat farið á ótal vegu, enda hæðist hann að þeim sem álíta að hún geti aðeins haldið í framfaraátt . Einfaldur boðskapur, einfölduð saga Sagan, sem Einar Már segir, fjallar öðr um þæði um hugmyndir nokkurra af frum- kvöðlum frjálshyggju á Bretlandi og öðrum þræði um breska hagsögu frá sextándu öld til þeirrar nítjándu . Þeir kenningasmiðir frjáls hyggjunnar sem fá mest rúm eru heim- spekingurinn John Locke (1632–1704),

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.