Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 79
78 Þjóðmál haust 2012 hagfræðingarnir Adam Smith (1723–1790), Robert Malthus (1766–1834) og David Ricardo (1772–1823) og heimspekingurinn og félagsfræðingurinn Herbert Spencer (1820–1903) . Hollenski læknirinn Bernard Mandeville (1670–1733) kemur líka við sögu og Einar Már reynir að gera hann að frjálshyggjupostula þótt það orki svolítið tvímælis . Þeir þættir hagsögunnar sem fjallað er um í lengstu máli snúast um hvernig enskir og skoskir kotungar voru hraktir af jörðum sínum í aðdraganda iðnbyltingarinnar og hvernig verkafólk bjó við ranglæti og illan kost í óheilnæmum fátækrahverfum í upphafi hennar . Til að sagan flytji einn og aðeins einn boðskap þarf Einar Már að sleppa miklu úr, ýkja sumt og einfalda annað . Höfundar um hagsöguleg efni, sem hampa frjálshyggju og líta á iðnbyltinguna sem framfaraskref, velja að segja frá því sem Einar Már sleppir og einfalda efni sitt á annan veg en hann gerir . Ég sé ekki ástæðu til að setja út á þetta . Predikanir og hugvekjur eiga fullan rétt á sér svo þótt svona skrif séu ef til vill ekki eiginleg sagnfræði kunna þau að eiga virðingarvert erindi við lesendur . Það slævir þó boðskapinn ef höfundur gengur of langt í því að ýkja og einfalda . Á nokkrum stöðum í textanum held ég að Einar Már hefði betur stillt dómum sínum hóf . Mér þykja ýkjurnar til dæmis heldur miklar þegar hann fullyrðir um iðnbyltinguna að „í hvert skipti sem einhver ný vél kom fram á sjónarsviðið versnuðu kjör verkamanna, nýjungarnar á því sviði urðu ævinlega til þess að iðjuhöldarnir fækkuðu starfsfólki, réðu konur og börn í stað fullorðinna karl- manna á enn lægra kaupi og juku vinnu- álagið“ (bls . 399) . Það var svei mér lán fyrir íslenska alþýðu fyrir tvö hundruð árum að hér var lítið um vélar! Langur kafli fjallar um eymd iðnverka- manna í Manchester í upphafi iðnbyltingar . Ekki ætla ég að réttlæta rangindin sem þeir voru beittir af enskri yfirstétt en einhvern veginn fæ ég frásögn Einars Más samt ekki til að ganga upp . Hann lýsir iðnbyltingunni svo að hún hafi spillt mjög kjörum alþýðu og lætur að því liggja að líf þeirra sem þræluðu í verksmiðjunum hafi verið ömurlegra en nokkuð annað sem fátæklingar heimsins höfðu mátt þola . Einar Már gerir þessa frásögn eins og að stuttri skáldsögu og lætur sam félagsrýninn og kommún istann Friedrich Engels (1820–1895) og skáld- kon una Elizabeth Gaskell (1810–1865) vísa lesanda veg um fátækrahverfin í Manchester . Grípum niður í söguna: Ef verkamenn eru óánægðir með kjörin, segir frú Gaskell, mótmæla því kannski að launin séu lækkuð og gera verkfall, bregðast vinnuveitendur gjarnan þannig við að þeir flytja inn enn fleiri Íra sem eru fúsir til að vinna fyrir hvaða kaup sem býðst til að sleppa úr örbirgðinni heima fyrir . Þeir ganga berfættir, bætir Engels við, og láta sér nægja að lifa á kartöflum eingöngu . En með sinni samkeppni þrýsta þeir almennum lífskjörum niður á við . (Bls . 338 .) Lesandinn hlýtur að spyrja hvort þessi vitnisburður þeirra Gaskell og Engels bendi ekki til að iðnaðarborgin, þar sem nápínulegir kapítalistarnir ríktu, hafi verið skömminni skárri en sveitir Írlands . Hvers vegna þyrptist fólk til borgarinnar ef hún var öðrum stöðum verri? Annað dæmi um ýkjur, sem ganga heldur langt, er þar sem John Locke er lýst eins og frjálslyndið sem hann boðaði í Tveim ritgerðum um ríkisvald hafi snúist um það eitt að verja takmarkalausan eignarrétt auð manna og yfirstéttar (bls . 102) . Einar Már virðist hafa lesið texta Lockes og það getur tæpast hafa farið fram hjá honum að í 4 . kafla fyrri ritgerðarinnar (§42) tekur Locke fram með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.