Þjóðmál - 01.09.2012, Side 80

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 80
 Þjóðmál haust 2012 79 mjög afdráttarlausum hætti að eignarréttur víki fyrir rétti til lífs . Þar stendur: Vér vitum að Guð hefur ekki gert neinn svo háðan miskunn annars manns að hann megi svelta hann ef honum býður svo við að horfa . Guð sem er herra og faðir vor allra hefur ekki gefið neinu barni sínu slíkan eignarrétt yfir einstökum hlutum þessa heims að þurfandi bróðir hafi ekki rétt á gæðum sem það á umfram nauðsyn . Þeim þurfandi sem býr við sáran skort verður því ekki með réttu neitað um þetta . Enginn getur því með réttu haft vald yfir lífi annars í krafti eignarréttar …1 Það mætti tína til fleiri dæmi af svipuðu tagi en ég læt það vera og sný mér að mynd Einars Más af frjálshyggjunni en hún er sú einföldun sem mestu skiptir fyrir málflutning hans . Mynd Einars Más af frjálshyggjunni „Frjálshyggja er,“ segir Einar Már (á bls . 28) „fyrst og fremst skýr og afmörkuð kenning í hagfræði .“ Hann segir líka að nú um stundir boði hún að það skuli „einkavæða allt, … afnema allar reglugerðir … draga sem mest úr félagsaðstoð, fela hana annað hvort gróðafyrirtækjum eða afnema hana með öllu, hnekkja valdi stéttarfélaga og þar fram eftir götunum“ (bls . 32–33) . Í framhaldinu skilgreinir hann frjálshyggju sem einhvers konar hagfræðilega rörsýn á tilveruna og reynir að gera sem minnst úr tengslum hennar við frjálslyndi og hugsjónir um réttarríki og sjálfræði einstaklinga yfir eigin lífi (sjá t .d . bls . 35) . Hann bætir því svo við að frjálshyggjumenn líti á þessa hagfræði sem vísindalegan sannleika af ætt raunvísinda (bls . 43) . Hér er vitaskuld allmikil einföldun á ferðinni því sumir af helstu talsmönnum frjálshyggju hafa vefengt allan vísindalegan stórasannleika um mannlífið og litið á hagfræði sína sem hugvísindi eða túlkun á hugsun fólks og hegðun . Í þessum hópi má ef til vill frægastan telja Austurríkismann- inn Friedrich Hayek (1899–1992), sem vel að merkja taldi bæði rétt að ríkið ræki félagsleg velferðarkerfi og að stéttarfélög væru nauðsynleg fyrir atvinnulíf nútímans . Ef frjálshyggja nútímans er eins og Einar Már lýsir henni þá er hún ekki ríkjandi stefna því ríkisumsvif hafa aukist undanfarna áratugi, reglugerðum fjölgað og velferðarkerfi haldið áfram að starfa — sumir angar þeirra stækkað og aðrir minnkað eins og gengur . Rök Einars Más líta út eins og hann sé að elta ólar við menn sem aðhyllast stjórnleysi og hugsa ekki um neitt nema peninga . En hann virðist samt álíta að með þeim hafi hann rekið alla á stampinn sem eitthvað vilja draga úr miðstýringu og nota markaðslausnir á fleiri sviðum en gert er . Hér held ég að Einari Má og fleiri andmælend- um frjálshyggju sé kannski nokkur vorkunn . Það er erfitt að glíma við stefnu sem fáir gang ast við en litar sjónarmið margra, bæði jafnaðarmanna og íhaldsmanna, sjálf- stæðismanna og Evrópusambands sinna, blá eygra tæknihyggjumanna sem trúa á enda l ausar framfarir og svartsýnna efa- hyggju manna . Það sem mér sýnist þessi sundurleiti hóp- ur sem hefur mótast af frjálshyggjuhefðinni eiga sameiginlegt er viðleitni til að leysa pólitísk vandamál án þess að draga úr frelsi manna . Þeir taka dreifstýringu og markaðsbúskap að jafnaði fram yfir valdboð og miðstýringu og lýsa fylgi við lýðræði og réttarríki . Þeir eru misvitrir eins og gengur, og ráð þeirra ekki öll jafn góð . Frjálshyggja af þessu tagi er talsvert ólík þeirri skoðun sem Einar Már kallar frjálshyggju og ég held að fremur fáir gangist við . Þetta útilokar þó ekki að eitthvað sé hæft í málflutningi hans,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.