Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 86

Þjóðmál - 01.09.2012, Síða 86
 Þjóðmál haust 2012 85 hafa heyrst og líka allmikið á ofbeldinu borið, þótt því sje nú, sem stendur, haldið í stilli meðan þessir flokkar hafa völd . Hugleiðingu sinni um stjórnmálin lýkur Kolbeinn í Dal á þessum orðum: Haldist þessi óstjórn, sem nú ríkir, áfram, hjá stjórnarflokkunum á Alþingi, þá virðist mjer að ekki muni mörg ár líða, þangað til vjer Íslendingar verðum komnir undir yfirráð einhvers stórveldis Norður álfunnar og þá, eftir því, sem nú eru fullar horfur á, undir yfirráð bresku ríkisstjórnar innar . — Að 1962 eða fyrri verði hlutskifti Íslands, líkt og varð við endi Sturlunga aldarinnar 1262 . — Það var ofbeldi höfð ingjanna og valdafíkn þeirra á Sturlunga öldinni, er steypti þjóð veldinu í glötun . En nú eru það kjósendurnir, þjóðin sjálf, er má sjálfri sjer um kenna ef hún aftur glatar frelsi sínu og þá líklega um aldur og æfi . — Góður Guð! varðveiti vora íslensku þjóð frá því glapræði . — — Í hinum tilvitnuðu orðum birtist það sem enn er eða á að vera kjarni sjálfstæðisstefn- unn ar: að gæta aðhalds við meðferð opinberra fjármuna og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar . Þegar Kolbeinn í Dal festir þessi orð á blað er Ísland enn hluti danska konungsríkisins en hann sér þó fyrir að þjóðin muni lúta breskri stjórn þegar fram líða tímar . Hann reisir þessa skoðun ef til vill á því sem hann taldi of miklar lántökur ríkisins hjá Hambros-banka í London . Hér má nota orð bókmenntaskýrenda og segja að þessi orð Kolbeins „kallist á“ við stjórnmálaumræður líðandi stundar . Þeir sem hallast að ESB-aðild telja að hún sé óhjákvæmileg til að bjarga fjárhag heimila og ríkisins auk þess sem hún muni laða að erlenda fjárfestingu . Af öllu má ráða að Kolbeinn í Dal hefur víða látið að sér kveða og ekki verið við eina fjölina felldur . Hann kemst þannig að orði um yngismeyjar í Æðey þegar hann var þar ungur að þar færu „ekki neinar tildur- skjóður, teprutær eða vipruvarir“ . Hann trúlofaðist Sigurborgu, einni vinnu kon- unni, þegar hann var 18 ára en hún nokkr- um árum eldri . Engilbert segir að hún hafi verið „rómuð gæðakona“, þau eignuðust 10 börn, þrjú dóu ung þegar farsótt geisaði . Þá segir Engilbert frá þremur stúlkum sem Kolbeinn eignaðist utan hjónabands og bætir við: „Kolbeinn viðurkenndi öll sín börn og aldrei fór neitt faðernismál gegn honum fyrir dómstóla .“ Í lok æviminninga sinna segir Kolbeinn: Konu minni, sem jeg unni mest og hefi unnað mest allra kvenna, henni mun jeg hafa verið verstur — eftir því sem hún leit á . — En hún skildi ekki við mig fyr en dauðinn aðskildi okkur og þá — eftir því sem mjer skildist á hennar síðustu orðum — alsátt bæði við mig og aðra menn, því hún elskaði mig þrátt fyrir allt og allt og sýndi það jafnan best þegar jeg var meira eða minna veikur: með framúrskarandi hjúkrun og aðhlynningu . Gefur hann til kynna að sér hafi ekki alltaf verið sjálfrátt og telur jafnvel víst „að einhver öfl eða andar úr öðrum heimi, máske nýdáinna eða löngu dáinna manna, hafi áhrif eða geti hertekið hugi sumra jarðarbúa bæði til hinna góðu verka og eigi síður til hinna vondu eða siðspillandi — að mannlegu áliti — verka“ . Þessi lokaorð Kolbeins í Dal á æviágripi hans sýna að á hann sækir sektarkennd og samviskubit sem hann skýrir með nálægð hinna dauðu . Kemur ekki á óvart að hugur hans leiti til þeirra því að þessi stutta en greinargóða bók geymir ótrúlega margar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.