Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.09.2012, Qupperneq 93
92 Þjóðmál haust 2012 Framlag til upplýstrar um ræðu um ESB og EES Sigurður Líndal og Skúli Magnússon: Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins — Megindrættir, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2011, 185 bls . Eftir Björn Bjarnason Þegar rætt er um Evrópusambandið eða samvinnu á vettvangi evrópska efna- hagssvæðisins (EES) og úrlausn ágrein- ingsmála skipta völd og áhrif í krafti stærðar og ríkidæmis þjóða og ríkja að sjálf sögðu miklu . Þetta hefur blasað við undanfarin misseri í baráttunni við skuldavanda á evru-svæðinu . Þjóðverjar og Frakkar hafa tekið forystu á þann veg að ýmsum er nóg boðið en þeir verða samt að lúta vilja stórþjóðanna á vettvangi evru-ríkjanna af því að þar hefur ekki verið komið á fót stofnunum eins og innan ESB sem eiga að tryggja jafnræði á milli aðila á grundvelli lögmætisreglu . Sáttmálar, samningar og lagafyrirmæli ráða að lokum úrslitum deili ríki eða for- ystumenn þeirra á vettvangi ESB . Dóm stóll Evrópusambandsins hefur með dómum sínum þokað þjóðum til nánara samstarfs og eftirlitsstofnanir sjá til þess að farið sé að sameiginlegum lögum og reglum . Sama fyrirkomulag ríkir á EES-svæðinu, þar starfa sérstök eftirlitsstofnun (ESA) og dómstóll (EFTA-dómstóllinn) . ESA gegnir eftirlitshlutverki gagnvart EFTA-ríkj unum í EES-samstarfinu en framkvæmda stjórn ESB hefur sambærilegt hlutverk gagn vart ESB-ríkjunum . Um þetta efni allt saman hafa verið rit- aðar margar bækur, misjafnlega aðgengi- legar almenningi . Nú hafa Sigurður Líndal, prófessor emeritus, og Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins, sent frá sér bókina Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins — Megindrættir . Í formála bókarinnar segja höfundar: „Markmið þessarar bókar er að setja fram stutta og aðgengilega lýsingu á megin- atriðum ESB- og EES-réttar án þess að gert sé ráð fyrir sérstakri kunnáttu eða undirbúningi .“ Bókin ætti því að nýt- ast öllum sem hafa áhuga á „upplýstri umræðu“ um ESB og aðild og vilja kynna sér meginatriði í löggjöf ESB og EES . Höfundar leggja áherslu á atriði sem lúta að stjórnskipun, stofnunum og réttarheimildum . Þeir mæla með því að bókin sé nýtt í tengslum við efni sem nálgast má á netinu og nefna þeir þar sérstaklega réttarheimildahefti eftir Birgi Hrafn Búason auk helstu vefsíðna á sviði ESB- og EES-réttar . Bókin hefst á stuttum sögulegum kafla þar sem lýst er þróun Evrópumála frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram á okkar daga . Fara þurfti skref fyrir skref eða sáttamála fyrir sáttmála þar til Lissabon- sáttmálinn kom til sögunnar árið 2009 . Leiðin til Lissabon var þyrnum stráð og enn er óljóst hvort og hvernig henni verður fram haldið til nánara samstarfs . Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, segist nú vinna að því að kortleggja leiðina frá Lissabon, að minnsta kosti fyrir evru-hópinn, myntsamstarf án ríkis- fjármálasamstarfs muni aldrei heppn ast . Í Rómarsáttmálanum frá 1957, hinum fyrsta af sáttmálunum að baki ESB, var gert ráð fyrir að meirihluti ráðherra gæti tekið bindandi ákvarðanir fyrir öll aðildar- ríkin . Í bókinni segir (bls . 22): „Frakkar, undir forsæti Charles de Gaulle, áttu erfitt með að sætta sig við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.