Þjóðmál - 01.09.2012, Side 94

Þjóðmál - 01.09.2012, Side 94
 Þjóðmál haust 2012 93 ákvæðin um meirihlutaákvarðanir og um mitt ár 1965 drógu þeir sig út úr Ráðherraráðinu í þeim tilgangi að lama starfsemi þess . Stóð svo í rúmlega hálft ár allt þar til málum var miðlað með svokölluðu Lúxemborgar samkomulagi sem gert var 29 .–30 . janúar 1966 . Þarna er lýst aðferð sem stórþjóðir geta beitt enn þann dag í dag innan ESB til að knýja fram samþykki við vilja sinn . Nicolas Sar- kozy hótaði því í nýlegri for seta kosningabaráttu í Frakk landi að draga Frakka út úr Schengen-samstarfinu nema farið yrði að kröfum hans . Í samkomulaginu frá 1966, sem kennt var við Lúxemborg, fólst að meiri hluta ákvörð- unum skyldi ekki beitt í máli ef aðildar- ríki teldi það varða verulega hags muni sína . Vegna samkomulagsins tóku menn að leita málamiðlana og heildar lausna utan stofnana í Brussel, vald embættis- manna í aðildarríkjum jókst á kostnað embættismanna bandalagsins . Þetta sam- komulag skiptir ekki lengur máli, með Maastricht-sáttmálanum 1992 voru ákvæð- in um meirihlutaákvarðanir í ráðherra ráði ESB endurvakin . Þessa forsögu alla um þróun stofnana og meirihlutaákvarðana á vettvangi ESB er nauðsynlegt að hafa í huga þegar litið er til þess sem gerist um þessar mundir, þegar tekist er á um mikilvæga þætti í samstarfi ríkjanna innan ESB . Í þessu sambandi má minna á að mynt- samsamstarfið sem kom til sögunnar með Maastricht-sáttmálanum og leiddi síðan til upptöku evrunnar lýtur sérstökum lög- málum með eigin ráðherraráði og leið- togaráði úr hópi ESB-ríkjanna og tiltölu- lega litlu skrifstofuliði . Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem hefur verið og er um evruna hefði verið æskilegt að höfundar hefðu varið nokkru rými til að skýra stjórn- kerfi evru-svæðisins . Und ir merkj um þess hefur rík is- fjár mála samning ur 25 ESB- ríkja komið til sög unnar en í hon um er til dæmis gert ráð fyrir að ríki skuld bindi sig með eigin stjórn skip- un ar lögum til að tryggja jafnvægi í ríkis fjár málum . Með vísan til vilja de Gaulles á sínum tíma til þátt töku í sambandi sjálf- stæðra ríkja en ekki ríkja- sam bandi er togstreita inn an Frakklands um hve langt skuli gengið við afsal fullveldis til sam eigin legra stofnana . Frakk- ar felldu til dæmis tillögu að stjórnar skrá ESB í þjóðar atkvæðagreiðslu vorið 2005 . ESB-dómstóllinn komst að þeirri nið ur- stöðu strax árið 1964 að reglur ESB-réttar væru rétthærri en lög einstakra ESB-ríkja . Í þessu felst að allar reglur ESB-réttar, sama hvaða nafni þær nefnast eða við hvaða heimildir þær styðjast, eru hvers kyns reglum aðildarríkjanna æðri og ganga þeim framar . ESB-dómstóllinn hefur lýst sáttmálunum, sem búa að baki sam starfinu undir merkjum ESB, sem stjórnar skrá hinnar nýju og sérstöku réttar skip unar sem liggur til grundvallar ESB . Þegar rætt er um stöðu Evrópusambands- ins og valdsvið út á við og inn á við skiptir skilningur á lögmætisreglunni höfuðmáli . Annars vegar er nauðsynlegt að átta sig á því hvað fellur undir verksvið ESB og hvað er í verkahring aðildarríkjanna . Hins vegar ber að greina á milli valdsviða einstakra

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.