Þjóðmál - 01.09.2012, Page 97

Þjóðmál - 01.09.2012, Page 97
96 Þjóðmál haust 2012 á sér standa . Flestir í heiminum segjast vera hamingjusamir og flest heimsins lönd fá á bilinu 5 til 8 af 10 í einkunn fyrir hamingju . Á því eru þó undantekningar, t .d . náðu íbú ar í Dóminíska lýðveldinu aðeins 1,6 í eink- unn árið 1962 . Ótalmargt annað for vitni- legt kemur á óvart við lest- ur inn . Svisslendingar eru að mati höfundar einkar reglu- samir og hrein látir . Það eina sem hann sér í fljótu bragði að hann eigi sameiginlegt með Svisslendingum er dá- læti á súkkulaði — en margt bendir til þess að súkkulaði sé einmitt hamingjuauk andi! Katar er einstaklega furðulegt ham ngju land, land hins eyðslusama Saud bin Mohammed al-Thani, sem sagt er frá í upp hafi kafl ans . Eric fer á kaffihús í höfuð borg inni Doha en rekur í roga stans: Ég rembist við að leita að borði . Það er allt troðið á Starbucks . Einum of troðið mið- að við að klukkan er aðeins þrjú á mið- viku degi . Vinna þessir karlar ekki neitt? Síðar kemst ég að því að þessir menn eru vissulega í vinnu og að þeir voru einmitt á bullandi launum meðan þeir gæddu sér á latté . Þetta er það sem kallað er vofu- starfsmenn eða menn sem mæta ekki til vinnu en þiggja laun engu að síður aðeins vegna ættartengsla sinna . (Bls . 134 .) Í bókinni úir og grúir af skrýtnum fróð- leiksmolum af þessu tagi . Eric sækir Ísland heim og kynnist landi og þjóð á dimmum og drungalegum vetrardögum í miðju góð ær inu fyrir hrun . Hann hittir óvenju glað lega listamenn fyrir sinn smekk og undrar sig á íslensk um mat og bragði hans . Honum þykir að vonum sérkennilegt hvernig hægt er að halda í ham ingjuna þegar bæði er kalt og nánast alltaf dimmt . Höfundur kemst m .a . svo að orði um Ísland: Það er land sem hefur eng an rétt á að vera hamingjuríkt en er það engu að síður . Ísland hefur náð jafnvægi með réttu hlutföllunum . Það er lítið land en samt heimsborg- ara legt . Það er dimmt og bjart . Þjóðin er dugleg en afslöppuð . Þar býr banda ríska einurðin í farsælli sambúð með evrópskri, félagslegri ábyrgð . Menningin er lím ið sem heldur öllu heila klabb inu saman . Hún skiptir meginmáli . (Bls . 322–323 .) Persónuleg nálgunin sem Eric beitir í texta sínum getur verið vandasöm leið til að meta hamingju þjóða . Með samtöl um við venjulegt fólk laðar hann fram ein staklingsbundin sjónarmið, sem þurfa ekki endilega að hafa neitt með „þjóðar hamingjuna“ að gera . Eftir samtal við Íslending nokkurn dregur Eric t .d . þá ályktun að öfundarleysi og sam vinnuhugur sé einn lykill íslenskrar bjartsýni og lífs hamingju . Kannski á það við um sam starfsvilja Íslendinga en öfundin er nú sjaldan langt undan í þjóð félags um- ræðunni . Það eru engu að síður þessi samtöl við „fólk ið í landinu“ sem gefa bókinni það skemmti lega líf sem ekki væri í henni ef hún væri aðeins fræðilegt rit, byggð á hug- mynda fræðilegum grundvelli um tilurð og afstæði hamingjunnar . Hamingjulönd er mjög læsileg bók í þýðingu Jóhanns Axels Andersen . Lesturinn er fróðlegt ferðalag í huganum um mann- lífið í fjarlægum og nálægum lönd .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.