Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 85
84 Þjóðmál VETUR 2012 Eftir að staða Íslands innan danska ríkisins var ákveðin með lögum 1871 efndu Íslendingar og Danir aðeins tvisvar sinnum til formlegra viðræðna um stöðu Íslands, það er árið 1908 og síðan 10 árum síðar, 1918 þegar fullveldið hlaut viðurkenningu . Á grundvelli þess samnings var síðan lýst yfir lýðveldi á einhliða hátt árið 1944 . Lýðveldið sem þá var stofnað hefur eigin sérkenni og sérstöðu sem þeir ætla að eyðileggja sem vinna að nýjum stjórnlögum á Íslandi um þessar mundir meðal annars með þeim rökum að þurrka verði út leifar konungsdæmis í stjórnarskrá Íslands . Í því tali öllu felst dæmalaust virðingarleysi við þá sem mótuðu sjálfstæðisbaráttuna á sínum tíma . Þeir töldu sig ekki vinna að neinu til bráðabirgða þegar þeir sköpuðu lýðveldi á Íslandi þá mynd sem engin ástæða er til að eyðileggja vegna hruns banka . Á árinu 1908 datt engum í hug að rjúfa samband Íslands við Danakonung, Ís lend- ingar vildu hins vegar að sambandið væri beint án dönsku ríkisstjórnarinnar sem milliliðs . Sú krafa er viðurkennd í upp- kastinu en þar stendur ekki orðið „full- veðja“ sem Skúli Thoroddsen vildi hafa í textanum, staða Íslands sem nú yrði lýst með orðinu „fullvalda“ og var nýmæli á þessum árum en í takt við frelsisandann sem lék til dæmis um Norðmenn eftir að þeir slitu sambandinu við Svía árið 1905 . Gunnar Þór kynnir á ljóslifandi hátt helstu þátttakendur í hinni hörðu baráttu sem var háð frá maí 1908 fram að þing- kosningunum 10 . september 1908 og lýsir hinum ólíku rökum og sjónarmiðum . Í stuttu máli fékk Hannes Hafstein hina verstu útreið sem leiddi til afsagnar hans og við tók sem ráðherra Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar, hatrammur andstæðingur hans, faðir Sveins, síðar fyrsta forseta Íslands . Lýsingar á aðferðum Íslendinga við að búa sig undir viðræðurnar við Dani og þróun mála eftir að nefndin hélt héðan til Kaupmannahafnar eiga erindi til samtímans þegar ríkisstjórn Íslands hefur stofnað til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu án þess að hafa leitað álits þjóðarinnar á málinu eða mótað skýra afstöðu um hvaða stefnu eigi að fylgja í viðræðunum . Árið 1908 var ekki unnt að leita álits þjóðarinnar eins og gert er nú með vönduðum könnunum . Þetta var þó gert með Þingvallafundi sem efnt var til árið 1907, einskonar þjóðfundi . Skúli Thoroddsen taldi sig einmitt fylgja því sem þar var samþykkt en tveir flokksbræður hans, Jó hannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson, snerust á sveif með Hannesi og heima stjórnar mönnum í Kaup mannahöfn . Íslenska sendinefndin var í raun ekki til þess búin að ræða við Dani þegar hún kom til Kaupmannahafnar, hún hafði ekki mótað sameiginlega „samningsafstöðu“ eins og sagt er nú þegar rætt er um aðlögunarviðræður Íslendinga að ESB . Þessi afstaða hefur ekki heldur verið mótuð hér á landi gagnvart ESB eins og langvinnar deilur um viðskipti með lifandi dýr í utanríkismálanefnd alþingis sýna . Þá er ríkisstjórn Íslands að eigin sögn klofin í afstöðu sinni til aðildar að ESB . Loks er einsýnt að fengist niðurstaða í viðræðunum við ESB yrði hún felld af þjóðinni eins og uppkastið á sínum tíma . Gunnar Þór skírskotar í bók sinni á nokkrum stöðum til samtímans og um- ræðna um stöðu þjóðarinnar á líðandi stundu . Aðstæður eru allt aðrar og ekki sam- bæri legar þegar litið er til efnahags og stöðu í samfélagi þjóða . Í ljós hefur komið að þeir höfðu rétt fyrir sér sem töldu að Íslend- ingar hefðu menningarlega, efnahagslega og stjórnmálalega burði til að standa á eigin fótum . Hitt er óskiljanlegt í ljósi sögunnar að þær raddir eigi hljómgrunn hér sem telja að vegna glæfralegrar framgöngu fjármálamanna í skjóli nýfengis frelsis í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.