Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 48
 Þjóðmál VETUR 2012 47 VI . Í kaflanum um alþjóðasamskipti og mál- efni tengd Evrópusambandinu er sérstak- lega fjallað um stöðu forsetans í utanríkis- málum og hvernig völd og embættisins og forsætisráðherra landsins skiptast . Einnig er fjallað um hlut löggjafarþingsins og nefnda þingsins í þessu sambandi . Bent er á að með hækkandi flækjustigi í utanríkismálum geti dregið úr möguleikum þingsins til að fylgjast með ákvörðunum framkvæmdavaldsins á þeim vettvangi . Þótt þessi kafli sé fyrir margra hluta sakir fróðlegur og af honum megi ýmsan lærdóm draga gefur þessi vettvangur ekki rými fyrir frekari umfjöllun . Þó ber að vekja athygli á þeirri fullyrðingu sérfræðinga Feneyjanefndarinnar að þrátt fyrir vilja Finna til að endurskoða eigin stjórnarskrá þá sé undirliggjandi markmið þeirra að rjúfa ekki þá stjórnskipunarhefð sem mótast hefur á liðnum áratugum . VII . Í 7 . kafla er fjallað um rétthæð alþjóða- sáttmála og ESB-löggjafar á sviði mann- réttinda . Sérfræðingar Feneyja nefnd ar - innar benda á að nokkuð vanti upp á skýrleika ákvæða um innleiðingu og réttar- áhrif þjóðréttarsamninga . Ef um er að ræða alþjóðasamning sem snertir ákvæði stjórnarskrárinnar eða landamæri ríkisins þarf 2/3 atkvæða á löggjafarþinginu til að fullgilda samninginn . Samkvæmt finnsku kenningunni um stöðu Mann- réttindasáttmála Evrópu og annarra mann - réttindasáttmála, sem Finnland hefur und- ir gengist, ber bæði þjóðþingi og dóm stól um að tryggja að þeim sé komið í fram kvæmd . Nefndarmenn telja því enga þörf á að skýra stöðu alþjóðamann rétt inda sátt mála í finnskum rétti frekar . Samkvæmt finnsku réttarkerfi hafa þjóð- réttarsamningar sömu rétthæð og lögin sem sett eru til að innleiða þá . Ef sáttmálinn stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar þarf að samþykkja hann með 2/3 hlutum atkvæða . Finnska stjórnarskráin inniheldur engin sérákvæði um tengsl ESB-réttar við finnskan rétt . Samkvæmt áliti sérfræðinganna eru tengslin byggð á almennum ákvæðum í 94 . gr ., 95 . gr . og gr . 73 og svo virðist sem hægt sé að innleiða lög ESB með einfaldri löggjöf nema í því tilfelli sem hún stangast á við stjórnarskrá Finnlands en þá þarf 2/3 atkvæða til að þau taki gildi . Sérfræðingarnir vara við því að ákvæði um forgang ESB-réttar fram fyrir innlendan rétt verði komið fyrir í stjórnarskrá . Þetta segja þeir sérstaklega varhugavert út frá mannréttindasjónarmiðum . Í kaflanum um dómstóla er mælt með því að ákvæði um skipun dómara í stjórnarskránni verði útfært með ítarlegri hætti en nú er . Lögð er áhersla á mikilvægi þess að sjálfstæði og hlutleysi dómara verði ekki dregið í efa . Sérfræðingarnir telja af sömu ástæðu nauðsynlegt að geta þess í stjórnarskránni hvort og hvernig megi svipta dómara embætti . VIII . Í umfjöllun sérfræðinga Feneyja nefnd- arinnar um endurskoðunarvald dómstóla í Finnlandi er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að láðst hafi að koma á stjórnarskrárdómstóli í samræmi við tilmæli nefndarinnar sé ekki sé ástæða til að efast um vernd mannréttinda og réttaröryggi . Sérfræðingarnir telja finnsku útfærsluna á norræna líkaninu (e . Nordic model) á endurskoðunarvaldi dómstóla, eins og henni er fyrir komið í stjórnar skránni, gera meira en að fullnægja lögmætum kröfum í þeim efnum . Í þessum kafla er að auki fjallað um stjórnskipunarlegt eftirlits- og endurskoðunarhlutverk stjórnlaganefndar, ríkislögmanns og umboðsmanns lögg jafar- þingsins .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.