Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 48
Þjóðmál VETUR 2012 47
VI .
Í kaflanum um alþjóðasamskipti og mál-
efni tengd Evrópusambandinu er sérstak-
lega fjallað um stöðu forsetans í utanríkis-
málum og hvernig völd og embættisins
og forsætisráðherra landsins skiptast .
Einnig er fjallað um hlut löggjafarþingsins
og nefnda þingsins í þessu sambandi .
Bent er á að með hækkandi flækjustigi í
utanríkismálum geti dregið úr möguleikum
þingsins til að fylgjast með ákvörðunum
framkvæmdavaldsins á þeim vettvangi .
Þótt þessi kafli sé fyrir margra hluta sakir
fróðlegur og af honum megi ýmsan lærdóm
draga gefur þessi vettvangur ekki rými
fyrir frekari umfjöllun . Þó ber að vekja
athygli á þeirri fullyrðingu sérfræðinga
Feneyjanefndarinnar að þrátt fyrir vilja
Finna til að endurskoða eigin stjórnarskrá
þá sé undirliggjandi markmið þeirra að
rjúfa ekki þá stjórnskipunarhefð sem
mótast hefur á liðnum áratugum .
VII .
Í 7 . kafla er fjallað um rétthæð alþjóða-
sáttmála og ESB-löggjafar á sviði mann-
réttinda . Sérfræðingar Feneyja nefnd ar -
innar benda á að nokkuð vanti upp á
skýrleika ákvæða um innleiðingu og réttar-
áhrif þjóðréttarsamninga . Ef um er að
ræða alþjóðasamning sem snertir ákvæði
stjórnarskrárinnar eða landamæri ríkisins
þarf 2/3 atkvæða á löggjafarþinginu til
að fullgilda samninginn . Samkvæmt
finnsku kenningunni um stöðu Mann-
réttindasáttmála Evrópu og annarra mann -
réttindasáttmála, sem Finnland hefur und-
ir gengist, ber bæði þjóðþingi og dóm stól um
að tryggja að þeim sé komið í fram kvæmd .
Nefndarmenn telja því enga þörf á að
skýra stöðu alþjóðamann rétt inda sátt mála í
finnskum rétti frekar .
Samkvæmt finnsku réttarkerfi hafa þjóð-
réttarsamningar sömu rétthæð og lögin sem
sett eru til að innleiða þá . Ef sáttmálinn
stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar
þarf að samþykkja hann með 2/3 hlutum
atkvæða .
Finnska stjórnarskráin inniheldur engin
sérákvæði um tengsl ESB-réttar við finnskan
rétt . Samkvæmt áliti sérfræðinganna eru
tengslin byggð á almennum ákvæðum
í 94 . gr ., 95 . gr . og gr . 73 og svo virðist
sem hægt sé að innleiða lög ESB með
einfaldri löggjöf nema í því tilfelli sem hún
stangast á við stjórnarskrá Finnlands en
þá þarf 2/3 atkvæða til að þau taki gildi .
Sérfræðingarnir vara við því að ákvæði um
forgang ESB-réttar fram fyrir innlendan
rétt verði komið fyrir í stjórnarskrá . Þetta
segja þeir sérstaklega varhugavert út frá
mannréttindasjónarmiðum .
Í kaflanum um dómstóla er mælt
með því að ákvæði um skipun dómara í
stjórnarskránni verði útfært með ítarlegri
hætti en nú er . Lögð er áhersla á mikilvægi
þess að sjálfstæði og hlutleysi dómara verði
ekki dregið í efa . Sérfræðingarnir telja af
sömu ástæðu nauðsynlegt að geta þess í
stjórnarskránni hvort og hvernig megi
svipta dómara embætti .
VIII .
Í umfjöllun sérfræðinga Feneyja nefnd-
arinnar um endurskoðunarvald dómstóla
í Finnlandi er komist að þeirri niðurstöðu
að þrátt fyrir að láðst hafi að koma á
stjórnarskrárdómstóli í samræmi við tilmæli
nefndarinnar sé ekki sé ástæða til að efast
um vernd mannréttinda og réttaröryggi .
Sérfræðingarnir telja finnsku útfærsluna
á norræna líkaninu (e . Nordic model) á
endurskoðunarvaldi dómstóla, eins og
henni er fyrir komið í stjórnar skránni, gera
meira en að fullnægja lögmætum kröfum
í þeim efnum . Í þessum kafla er að auki
fjallað um stjórnskipunarlegt eftirlits- og
endurskoðunarhlutverk stjórnlaganefndar,
ríkislögmanns og umboðsmanns lögg jafar-
þingsins .