Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál VETUR 2012
Undanþegnir höftum
Gjaldeyrishöftin eru mesta meinsemd íslensks atvinnulífs . Höftin bjaga
öll verð og þar með alla hvata . Í dag
skiptir meira máli að reyna að komast í
gjaldeyrisforða Seðlabankans, með því að
fá heimildir til kaupa á gjaldeyri, en að
reyna að skapa verðmæti heima fyrir . Það
er skjótari leið til ávinnings og því er kerfið
líkara því sem þekkist í þriðja heiminum
þar sem rentusókn er mun algengari en
upp byggi leg fjárfesting .
Íslendingar eru fastir í höftunum .
Skilaskylda er á gjaldeyri og haftakerfið
þrengir mjög að landsmönnum . Það er því
erfitt að skilja hvers vegna vogunarsjóðirnir
eru undanþegnir þessum höftum . Hvað
gerir þá rétthærri en Íslendinga?
Vogunarsjóðunum er tamt að kynna sig
sem fórnarlömb neyðarlaganna . Þeir séu hér
gegn vilja sínum og hafi tapað gríðarlegum
fjármunum á hruninu . Það er einfaldlega
ekki rétt . Þeir sem töpuðu mestu, s .s . þýskir
bankar, eru búnir að selja kröfur sínar og
innleysa tapið . Vogunarsjóðirnir keyptu
þessar sömu kröfur og vonast nú til að
innleysa mikinn hagnað . Hagnaðurinn
nemur hundruðum milljarða króna og það
er ljóst að enginn hefur grætt jafn mikið
á Íslandi síðustu ár og þessir sjóðir . Það
skýtur því skökku við að sérstaklega sé verið
að gefa þessum aðilum réttindi sem enginn
annar hefur .
Vogunarsjóðirnir fara mikinn, enda gríð -
ar legir hagsmunir í húfi . Þeim var leyft að
flytja yfir 300 milljarða króna, í erlend-
um gjaldeyri, úr landinu í september .
Ef nauðasamningar yrðu undirritaðir að
óbreyttu færi tvöföld sú fjárhæð úr landi .
Erlendir lögmenn og innlendir sam starfs-
menn þeirra hafa gengið hart fram gagn-
vart þeim sem mótfallnir eru fyrir ætlunum
þeirra, en þessir fulltrúar vogunar sjóð anna
virðast hafa mikinn og greiðan aðgang að
embættismönnum Íslendinga . Þar er því
haldið fram að Ísland geti tapað alþjóð-
legu trausti og hugsanlega gerst brotlegt
við milliríkjasamninga ef hróflað er við
forréttindum sjóðanna . Slíkanir hótanir
ber að láta sem vind um eyrun þjóta, enda
orðin tóm .
Starfa á ábyrgð
íslensks almennings
Þegar bankarnir hrundu var Ísland í þeirri einstöku aðstöðu að geta byggt
upp bankakerfi frá grunni . Bankakerfi
byggja alfarið á trausti og því er erfitt að
hrófla við grunngerð banka sem eru til
staðar . Alþjóðlega er rík samkeppni á milli
fjármálamiðstöðva, svo sem City of London
og Wall Street og „regulatory arbitrage“ eða
keppni regluverka gerir það að verkum að
framtíð heilu starfstéttanna getur verið í
húfi ef t .d . City myndi breyta bankareglum,
og þrengja, en Wall Street sæti hjá . Við
slíkar breytingar myndi starfsemin færast
frá London til New York með tilheyrandi
atvinnumissi og erfiðleikum .
Það er enginn á Íslandi sem heldur því
Í slendingar eru fastir í höftunum . Skilaskylda er á
gjaldeyri og haftakerfið þrengir
mjög að landsmönnum . Það
er því erfitt að skilja hvers
vegna vogunarsjóðirnir eru
undanþegnir þessum höftum .
Hvað gerir þá rétthærri en
Íslendinga?
1 .