Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 96
 Þjóðmál VETUR 2012 95 farnar — en hrollur fór um hana þegar hún hugsaði um það sem hún kallaði nú munað . Hún áttaði sig á því að hvers konar hlutir og þjónusta sem áður stóð fátæku fólki til boða var nú orðin munaður; bensínstöðvar, lyfjaverslanir, kjörbúðir, þurrhreinsun, raftæki . Það eina sem enn var starfrækt voru matvöruverslanir og krár . (Undirstaðan, s . 513–514 .) Ef fólk telur þessa klausu bergmála þau vandamál sem blasa við í dag, þá segir ein söguhetjanna, Francisco d’Anconia: . . . þegar samfélagið færir glæpa mönn- unum réttindi og skapar ‘löglega’ þjófa — menn sem beita afli til að hrifsa til sín auð fórnarlamba sem hafa verið svipt rétti sínum — verða peningar refsivöndur skapara sinna . Eftir að hafa samþykkt lög til að svipta fórnarlömbin rétti sínum telja slíkir þjófar sig geta rænt varnarlausa menn . En ránsfengurinn verður segull sem dregur að sér aðra þjófa sem hrifsa hann af þeim á sama hátt og þeir hrifsuðu hann af öðrum . Þá upphefst kapphlaup, ekki milli þeirra sem eru hæfastir til at framleiða, heldur þeirra sem beita ofbeldi af mestu vægðarleysi . Þegar valdbeiting er mælikvarðinn, er morðingi meiri maður en vasaþjófur . Síðan hrynur samfélagið og eftir standa rústir og blóðvöllur . (Undirstaðan, s . 409–410 .) Í dag köllum við „löglega“ þjófa einfald lega ríkisstyrktar afætur, á við embættis menn sem aldrei þurfa að bera ábyrgð á sínum afglöpum — það eru jú skattgreiðendur sem taka við þeirri byrði . Í stuttu máli er Ayn að segja, að þjóðnýting sameignarinnar og hjálparpakkar til fyrirtækja, eins og við sjáum í dag, sé í raun þjóðnýting dómgreindarinnar — og þannig árás á ein- staklingsbundna sköpunargleði . Já, alvarleg ásökun — en sök sér að íhuga hvers vegna ríkið (skattgreiðendur) á að taka skellinn af föllnum bönkum, fyrirtækjum og einkaaðilum sem eru veðsettir langt upp yfir skorstein og lúxusjeppa . Hugsanlega eru öll velferðarríki að upp- lifa þessa skekkju eins og er, hömlulausa mis notkun á sameiginlegum sjóðum, samfara algeru ábyrgðarleysi þegar skipin rekast á ísjaka . Enda segja vísir menn að sagan endurtaki sig og að mannlegu eðli svipi saman hvarvetna . Áleitin sýn á ást Allur er þessi boðskapur þó umbúðir utan um ógleymanlega ástarsögu . Afstöðu Ayn til ástarinnar má taka saman í nokkrum orðum: Maður stækkar ekki við að smætta aðra; ást án virðingar er ekki til, því þá er það ekki ást — þá er það barátta, með aumkv- un eða samband byggt á ójafnræði . Ást er þó gjarnan hrært saman við valdatafl eða meðaumkvun . Sumir láta sér nægja að harðstjórinn sé þeim náðugur, eða að lifa við þrælslundaða hollustu og ótta . En er ekki eitthvað óheilbrigt við þörfina fyrir að brjóta makann niður til þess að sannfæra sjálfan sig um vald sitt yfir honum/henni? Því ættu ekki báðir aðilar sambandsins að vera jafn réttháir? Sýn Ayn á ást er áleitin: Meðaumkvun getur aldrei orðið að ást — hún verður að fyrirlitningu . Fórn og sjálfsfórn geta heldur ekki orðið að ást, því slík ást skapar ójafnræði og óvirðingu — jarðveg til þess að skella sökinni á annan aðilann og veita hinum aðilanum réttinn til þess að gera kröfur . Ayn segir ekki, að fólk eigi ekki að gera neitt fyrir ástina — öðru nær, heldur að menn skyldu ekki grundvalla samband á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.