Þjóðmál - 01.12.2012, Page 96
Þjóðmál VETUR 2012 95
farnar — en hrollur fór um hana þegar
hún hugsaði um það sem hún kallaði nú
munað . Hún áttaði sig á því að hvers konar
hlutir og þjónusta sem áður stóð fátæku
fólki til boða var nú orðin munaður;
bensínstöðvar, lyfjaverslanir, kjörbúðir,
þurrhreinsun, raftæki . Það eina sem enn
var starfrækt voru matvöruverslanir og
krár . (Undirstaðan, s . 513–514 .)
Ef fólk telur þessa klausu bergmála þau
vandamál sem blasa við í dag, þá segir ein
söguhetjanna, Francisco d’Anconia:
. . . þegar samfélagið færir glæpa mönn-
unum réttindi og skapar ‘löglega’ þjófa
— menn sem beita afli til að hrifsa til
sín auð fórnarlamba sem hafa verið svipt
rétti sínum — verða peningar refsivöndur
skapara sinna . Eftir að hafa samþykkt lög
til að svipta fórnarlömbin rétti sínum
telja slíkir þjófar sig geta rænt varnarlausa
menn . En ránsfengurinn verður segull
sem dregur að sér aðra þjófa sem hrifsa
hann af þeim á sama hátt og þeir hrifsuðu
hann af öðrum . Þá upphefst kapphlaup,
ekki milli þeirra sem eru hæfastir til at
framleiða, heldur þeirra sem beita ofbeldi
af mestu vægðarleysi . Þegar valdbeiting er
mælikvarðinn, er morðingi meiri maður
en vasaþjófur . Síðan hrynur samfélagið
og eftir standa rústir og blóðvöllur .
(Undirstaðan, s . 409–410 .)
Í dag köllum við „löglega“ þjófa einfald lega
ríkisstyrktar afætur, á við embættis menn
sem aldrei þurfa að bera ábyrgð á sínum
afglöpum — það eru jú skattgreiðendur
sem taka við þeirri byrði . Í stuttu máli er
Ayn að segja, að þjóðnýting sameignarinnar
og hjálparpakkar til fyrirtækja, eins og
við sjáum í dag, sé í raun þjóðnýting
dómgreindarinnar — og þannig árás á ein-
staklingsbundna sköpunargleði .
Já, alvarleg ásökun — en sök sér að íhuga
hvers vegna ríkið (skattgreiðendur) á að taka
skellinn af föllnum bönkum, fyrirtækjum
og einkaaðilum sem eru veðsettir langt upp
yfir skorstein og lúxusjeppa .
Hugsanlega eru öll velferðarríki að upp-
lifa þessa skekkju eins og er, hömlulausa
mis notkun á sameiginlegum sjóðum,
samfara algeru ábyrgðarleysi þegar skipin
rekast á ísjaka . Enda segja vísir menn að
sagan endurtaki sig og að mannlegu eðli
svipi saman hvarvetna .
Áleitin sýn á ást
Allur er þessi boðskapur þó umbúðir utan
um ógleymanlega ástarsögu . Afstöðu Ayn
til ástarinnar má taka saman í nokkrum
orðum:
Maður stækkar ekki við að smætta aðra;
ást án virðingar er ekki til, því þá er það
ekki ást — þá er það barátta, með aumkv-
un eða samband byggt á ójafnræði . Ást er
þó gjarnan hrært saman við valdatafl eða
meðaumkvun . Sumir láta sér nægja að
harðstjórinn sé þeim náðugur, eða að lifa
við þrælslundaða hollustu og ótta . En er
ekki eitthvað óheilbrigt við þörfina fyrir að
brjóta makann niður til þess að sannfæra
sjálfan sig um vald sitt yfir honum/henni?
Því ættu ekki báðir aðilar sambandsins að
vera jafn réttháir?
Sýn Ayn á ást er áleitin: Meðaumkvun
getur aldrei orðið að ást — hún verður að
fyrirlitningu . Fórn og sjálfsfórn geta heldur
ekki orðið að ást, því slík ást skapar ójafnræði
og óvirðingu — jarðveg til þess að skella
sökinni á annan aðilann og veita hinum
aðilanum réttinn til þess að gera kröfur .
Ayn segir ekki, að fólk eigi ekki að gera
neitt fyrir ástina — öðru nær, heldur að
menn skyldu ekki grundvalla samband á því