Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 59
58 Þjóðmál VETUR 2012 fátækt fólk á þessum tíma hafi farið jafnoft til læknis og betur stætt fólk . Allir hafi fengið viðhlítandi meðhöndlun . Kostnaður í heilbrigðis- þjónustunni tekur annan kipp Eftir Medicare og Medicaid breyttist bandaríska heilbrigðiskerfið á til tölu- lega skömmum tíma úr því að vera að mestu einkarekið í það að vera blanda af einka- og ríkisrekstri . Margir hafa bent á, t .a .m . Ron Paul og Milton Friedman, að eftir að ríkið fór að láta til sín taka á sviði heilbrigðisþjón- ustu hafi kostnaður í heilbrigðiskerfinu tekið að hækka hratt á nýjan leik . Að þeirra mati og raunar fjölmargra annarra, sér í lagi innan Repúblikanaflokksins, hafa síaukin inngrip ríkisins gert lítið annað en að gera heilbrigðisþjónustuna í heild dýrari . En hvers vegna verður heilbrigðisþjón- ustan dýrari við það að ríkið fjármagni stöðugt stærri hluta hennar? Ron Paul og fleiri telja skýringuna einfaldlega vera stað- bundna verðbólgu . Þegar peningum er dælt inn á eitthvert svið þá freistast sá geiri til að hækka verð til samræmis . Læknar, sem áður þurftu að taka mið af takmörkuðum tekjum skjólstæðinga við verðlagningu, þurfa síður að gæta að því nú þegar stór hópur þeirra fær myndarlega meðgjöf frá ríkinu . Og ef læknar eða sjúkrahús geta hækkað reikninginn þá munu lyfsalar og lyfjafyrirtækin taka mið af því og svo koll af kolli . Þá hefur hagsmunahópum innan heilbrigðisgeirans tekist að fá þingið til að samþykkja alls kyns löggjöf og reglugerðir sem draga úr frelsi einstaklingsins til að velja sér heilsutryggingu og meðferðarúrræði miðað við þarfir sínar . Til að mynda er bannað að kaupa sér heilsutryggingu á milli fylkja . Þá er lækn- um gert skylt samkvæmt lögum að tryggja sig fyrir svimandi háum skaðabótakröfum vegna læknamistaka sem bandaríska réttarkerfið dæm ir fólki gjarna . Sjúklingur getur t .d . ekki farið fram á hóflegar bætur gegn lægra verði . Hann er m .ö .o . skyldugur til að kaupa dýrasta happ drættismiðann, eins og Friedman kall - aði þessar skaðabótatryggingar . Samkvæmt lög um ber spítölum í Bandaríkjunum að hafa mun fleiri hjúkrunarfræðinga en sjúkrahús í öðrum löndum telja þörf á . Þá sýna útreikn- ingar OECD og McKinsey að stjórnunar- kostnaður og yfirbygging í bandaríska heil- brigðis kerfinu er langtum meiri en annars staðar . Jafnt og þétt hafa nær allir kostnaðar- liðir í kerfinu hækkað með þeim afleiðingum að nú stendur meðal-Bandaríkjamaðurinn frammi fyrir því að vera innlyksa í dýrasta heilbrigðis kerfi sem þekkist í heiminum . Bandarísku læknasamtökin Þótt stéttar- og fagfélög lækna hafi sterka stöðu víða um heim þykja þau óvenju valdamikil í Bandaríkjunum . Bandarísku læknasamtökin (AMA, American Medical Association) ráða til dæmis miklu um hverjir mega reka læknaskóla, hvernig lækna nám skuli byggt upp og hverjir fái inngöngu í læknaskóla . Engir skólar í Banda- ríkjunum gera jafnmiklar kröfur um inn - göngu og læknaskólar . Fyrst þurfa menn að ljúka fjögurra ára grunnnámi í háskóla (oft kallað PreMed), svo þreyta menn strangt inntökupróf í læknaskóla (Medical School) og standist menn það tekur við fjögurra til fimm ára almennt læknanám . Að því loknu bætist við nokkurra ára sérnám . Hlut fall útskrifaðra lækna, miðað við þá sem upp haflega stefndu á að ljúka læknanámi, er margfalt lægra en tíðkast í skyldum greinum eins og líffræði og efnafræði eða dýralækningum . Þessar stífu kröfur hafa valdið skorti á læknum á sumum sviðum, aðallega þó í heimilislækningum . Og sé litið á samanburðartölur yfir fjölda lækna kemur m .a . í ljós að fjöldi lækna á hverja þúsund íbúa í Bandaríkjunum er með því lægsta sem þekkist innan OECD eða um 2 .4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.