Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 76
 Þjóðmál VETUR 2012 75 NATO sem var ekki með neinar fastar heimavarnir . Þessi staða hefur væntanlega vakið áhuga Kínverja á að koma sér fyrir í strategískri framtíðarstöðu á Íslandi . Ekki hafa þeir verið lattir af stjórnvöldum við heimsókn Wens forsætisráðherra í sumar og komu ísbrjóts ins Xuelong . Forseti Íslands komst svo að orði í ræðu í Bandaríkjun um 4 . október sl .: „ . . . my discussions with the President of China, Hu Jintao, Prime Minister Wen Jiabao and Vice-President Xi Jinping — all this has led me to conclude that China is ready and willing to exercise leadership in furthering global understanding of our ice-dependent world . . .“ Svo er að sjá að norðurskautslöndin spjari sig án slíks leiðtogahlutverks Kínverja . Sem dæmi er að samið var 2012 um risa verk- efni Bandaríkjanna og Rússlands (Rosneft – ExxonMobil) um olíuvinnslu í rúss- neska íshafinu á svæði sem er stærra en allt olíuvinnslusvæði Norðursjávar og Mexíkó- flóa . Rosneft verður þar með 30% hlut hafi í ýmissi ExxonMobil-olíu vinnslu í Banda- ríkjunum og Kanada . Fram leiðsla er áætluð að hefjist 2022 og að þró unarkostnaður verði hálf trilljón doll ara . Pútín er sagður hræðast að nefna slíka tölu! Samvinna Norðurlandanna í öryggis- og varnarmálum, sem vakið var máls á í Stoltenberg-skýrslunni, er hið mesta þarfamál . Slík samvinna tengist bæði ESB og NATO sem er sögulegt skref þeim og öðrum til góðs . Ákvörðun Svía og Finna að taka þátt í loftrýmisgæslunni hér er merkisatburður fyrir norrænt samstarf og sömuleiðis við að tvö ESB-ríki utan NATO taka þátt í aðgerð undir NATO-herstjórn . Í dauflegri umræðu um öryggis- og varnarmál kemur lítið fram um að greinilegir ávinningar í öryggislegu tilliti eru ef samið verður um ESB-aðild sem tekur tillit til séraðstæðna okkar og þing og þjóð samþykkja . Þegar sleppt er því öryggis leysi að smáríki búi við eigin mynt eru meðal þeirra atriða sem ber að nefna eftirgreind: Öryggi þess að vera að vera innan sam­1. eiginlegra landamæra Evrópu . Þótt ESB sé ekki varnarbandalag er ótvírætt öryggi fólgið í aðild svo sem Lissabon- sáttmálinn gerir ráð fyrir . Þetta öryggis- atriði á við um öll aðildarríkin og má nefna að svo var sérstaklega varðandi aðild Finnlands, Eystrasaltsríkjanna og Möltu sem hugsanlega hafa litið til þess sem mesta ávinnings . Að tryggja efnahagslegt öryggi Íslands 2 . sem aðeins verður með þátttöku í innri markaði ESB . EES-samningurinn, sem er grundvöllur efnahagslegs öryggis Íslands, er í senn úreltur og ótryggur . Norðmenn hafa yfir að ráða stærsta „sovereign“-landssjóði í heimi, Olíu- sjóðnum, og eru meðal hinna ráðandi í olíu- og gasþörf Evrópu . Séu þeir óánægðir með EES-samninginn geta þeir vafalaust farið aðra leið í tengslum við ESB og þar með yrði EFTA/EES- samningurinn með Íslandi einu búið spil . Aðild að ESB er eina tryggingin um þátttöku í innri markaði ESB sem öllu ræður um tækifæri til vaxtar og viðgangs á Íslandi. Vegna þessarar nýju þróunar á hafinu við Ísland er vissulega runninn upp sá tími, að taka verði til athugunar og endurskoðunar stefnu okkar og viðbrögð .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.