Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 76
Þjóðmál VETUR 2012 75
NATO sem var ekki með neinar fastar
heimavarnir . Þessi staða hefur væntanlega
vakið áhuga Kínverja á að koma sér fyrir í
strategískri framtíðarstöðu á Íslandi . Ekki
hafa þeir verið lattir af stjórnvöldum við
heimsókn Wens forsætisráðherra í sumar og
komu ísbrjóts ins Xuelong . Forseti Íslands
komst svo að orði í ræðu í Bandaríkjun um
4 . október sl .: „ . . . my discussions with
the President of China, Hu Jintao, Prime
Minister Wen Jiabao and Vice-President
Xi Jinping — all this has led me to
conclude that China is ready and willing
to exercise leadership in furthering global
understanding of our ice-dependent
world . . .“
Svo er að sjá að norðurskautslöndin spjari
sig án slíks leiðtogahlutverks Kínverja . Sem
dæmi er að samið var 2012 um risa verk-
efni Bandaríkjanna og Rússlands (Rosneft
– ExxonMobil) um olíuvinnslu í rúss-
neska íshafinu á svæði sem er stærra en allt
olíuvinnslusvæði Norðursjávar og Mexíkó-
flóa . Rosneft verður þar með 30% hlut hafi
í ýmissi ExxonMobil-olíu vinnslu í Banda-
ríkjunum og Kanada . Fram leiðsla er áætluð
að hefjist 2022 og að þró unarkostnaður
verði hálf trilljón doll ara . Pútín er sagður
hræðast að nefna slíka tölu!
Samvinna Norðurlandanna í öryggis-
og varnarmálum, sem vakið var máls á
í Stoltenberg-skýrslunni, er hið mesta
þarfamál . Slík samvinna tengist bæði ESB
og NATO sem er sögulegt skref þeim og
öðrum til góðs . Ákvörðun Svía og Finna
að taka þátt í loftrýmisgæslunni hér er
merkisatburður fyrir norrænt samstarf og
sömuleiðis við að tvö ESB-ríki utan NATO
taka þátt í aðgerð undir NATO-herstjórn .
Í dauflegri umræðu um öryggis- og varnarmál kemur lítið fram um að
greinilegir ávinningar í öryggislegu tilliti eru
ef samið verður um ESB-aðild sem tekur
tillit til séraðstæðna okkar og þing og þjóð
samþykkja . Þegar sleppt er því öryggis leysi
að smáríki búi við eigin mynt eru meðal
þeirra atriða sem ber að nefna eftirgreind:
Öryggi þess að vera að vera innan sam1.
eiginlegra landamæra Evrópu . Þótt ESB
sé ekki varnarbandalag er ótvírætt
öryggi fólgið í aðild svo sem Lissabon-
sáttmálinn gerir ráð fyrir . Þetta öryggis-
atriði á við um öll aðildarríkin og má
nefna að svo var sérstaklega varðandi
aðild Finnlands, Eystrasaltsríkjanna og
Möltu sem hugsanlega hafa litið til þess
sem mesta ávinnings .
Að tryggja efnahagslegt öryggi Íslands 2 .
sem aðeins verður með þátttöku í innri
markaði ESB . EES-samningurinn, sem
er grundvöllur efnahagslegs öryggis
Íslands, er í senn úreltur og ótryggur .
Norðmenn hafa yfir að ráða stærsta
„sovereign“-landssjóði í heimi, Olíu-
sjóðnum, og eru meðal hinna ráðandi
í olíu- og gasþörf Evrópu . Séu þeir
óánægðir með EES-samninginn geta
þeir vafalaust farið aðra leið í tengslum
við ESB og þar með yrði EFTA/EES-
samningurinn með Íslandi einu búið
spil . Aðild að ESB er eina tryggingin um
þátttöku í innri markaði ESB sem öllu
ræður um tækifæri til vaxtar og viðgangs
á Íslandi.
Vegna þessarar nýju þróunar á hafinu við Ísland er
vissulega runninn upp sá tími,
að taka verði til athugunar og
endurskoðunar stefnu okkar og
viðbrögð .