Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 94
Þjóðmál VETUR 2012 93
verkamannsins . Að þeir hafi hagnýtt sér
verkamanninn og eignað sér þann virðisauka,
sem verkamaðurinn skap aði .*
Ayn Rand spyr: Hvað gerist, ef þessir
menn draga sig út úr samfélaginu? Ef þeim
ofbýður?
Skoðum hver kemur þá hverjum að mestu
gagni?
Undirstaðan gefur les-
anda oft déjà vu-til finn-
ingu: Var ég ekki að lesa
um þetta sama í blaðinu í
gær! Hér eru engir draug-
ar, geim verur né upp-
vakningar — en fram-
vindan er skelfileg, ekki
síst vegna þess að við erum
að upplifa hana í þessum
skrif uðum orðum .
Aðalsöguhetjan Dagný
Taggart er um þrítugt og
verkfræðingur að mennt .
Hún er einnig eigandi,
framkvæmdastjóri og
þriðja kynslóð í Taggart
Transcontinental . Dagný er snjall stjórnandi,
með yfirsýn og ábyrgðartilfinningu, en höft
valdhafa, ónefndur tilgangur og ótilgreint
siðgæði gera henni æ erfiðara að finna hæfa
menn til vinnu:
Hvaða vopn voru tiltæk, hugsaði hún, í
heimi þar sem skynsemi var ekki lengur
vopn? Þetta var heimur sem hún gat
ekki stigið inn í . Hún gat ekki lifað við
að þurfa að fylgja reglunni: Þegiðu —
haltu þér á mottunni — hægðu á þér —
gerðu ekki þitt besta, þess er ekki óskað!
(Undirstaðan, s . 301 .)
Henry Rearden er frumkvöðull og upp-
finn ingamaður . Rearden sér fyrir allri fjöl-
* Samkvæmt hagfræðikenningum Karls Marx .
skyldu sinni, en er forsmáður og einskis
met inn heima fyrir . Philip Rearden bróðir
hans og James Taggart bróðir Dagnýjar eru
tákn hinna „nýju“ tíma — iðjuleysingjar
sem lifa á vinnu annarra, eru afætur .
Þeir og fleiri svipaðar sögupersónur eru
dæmigerður „veikleiki“ viðkomandi lands,
því vitanlega er þessa manngerð hvarvetna
að finna . Sumir vilja kenna
póst-módernisma um
þessa óværu, en hann var
ekki kominn til þegar Ayn
samdi þessa bók . Þarna er
fremur um að ræða vissan
veikleika í rótunum, sem
erfitt er að festa fingur á
hvort er í eðli viðkomandi
eða uppeldi .
Heimspekilegar spurn-
ingar verksins eru meðal
annars: Hvert er hlutverk
nýsköp unar í samfélaginu?
Hver er hvati þeirra sem
starfa að nýsköpun og
þróun? Hvaða aðstæður og
kjör þurfa að vera til staðar til þess að þeir
geti stundað vinnu sína? Og hvað verður
um heiminn, þegar þeir hverfa?
Rökvilla Karls Marx
Undirstaðan spyr einnig: Hver er siðferði leg
staða iðnjöfursins og kaupsýslumanns ins?
Svar Ayn er að maðurinn fæðist inn í
veröld þar sem hann þarf sjálfur að hafa fyrir
því að skapa þau verðmæti sem eru honum
nauðsyn til þess að lifa af . Lífið snúist um
að framleiða verðmæti, sem eru ekki bara
til staðar af sjálfu sér, heldur þarf að skapa .
Og framleiðsla verðmæta er fyrst og fremst
vits munalegt ferli, en ekki spurning um
vinnu stundir verkamanna, eins og Karl
Marx boðaði .
Ayn Rand heldur því fram, að stað-