Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 69
68 Þjóðmál VETUR 2012 eigum þessi fjöregg sameiginlega . Að þau tengja okkur og hjálpa okkur að skilja að við erum öll í sama bátnum . Því ef réttindi eins einstaklings eru skert eða á fleirum brotið — þá bitnar það að lokum á okkur öllum . Og ef ein rödd nær að heyrast sem snertir streng eða opnar augu — þá gagnast það okkur öllum . Þess vegna er tjáningarfrelsið hornsteinn lýðræðisins . Betur sjá augu en auga . Og því fleiri raddir sem geta heyrst, því meiri líkur eru á að einhver komi auga á arfa sem vex í skugga eða jafnvel illgresi sem einhver er að vökva . Illgresi þarf að reyta Fjölmiðlamenning nútímans er hluti af siðmenningu okkar, réttarríki og lýðræði . Og hún er því miður full af illgresi því hún er afar glysgjörn og viðkvæm fyrir lýðskrumi og þar með rökleysu . Það er innbyggt í fjölmiðlamenningu okkar að stytta sér leið að athygli og tilfinningum fjöldans, oft blæ- brigðalaust . Sem er slæmt . Því slíkt er frjór jarðvegur fyrir röklaust lýðskrum . Og þannig tekst lýðskruminu að draga athyglina frá því sem skiptir mestu máli og ala á fordómum, ótta og reiði sem enginn grundvöllur er fyrir . Lýðskrum elur á rökleysu, talar til lægstu hvata fólks og grefur þess vegna undan heilbrigðri dómgreind þess . Og þannig felst í rökleysunni og lýðskruminu viss misnotkun á veikleikum frelsisins og lýðræðisins . Og þess vegna stuðlar þetta tvennt að einni helstu ógn lýðræðisins, siðmenningarinnar og réttarríkisins: Að úrkynjast eða snúast í andhverfu sína . Og það er auðvitað fullt af illgresi í athuga semdakerfum Netsins eins og ann ars staðar . En við því er aðeins til ein lausn: Að reyta það upp . Að tala við óþjóðalýðinn . Að leyfa honum að spegla sig í eigin meðulum . Að sýna þeim sem kunna ekki mannasiði að slíkt gengur ekki upp . Að láta vita hvað manni mislíkar og gefa góð rök fyrir skoðun sinni . Að stinga á illkynja æxlum, fá innihald þeirra í andlitið og sjá þau hverfa . Að sýna að frelsi fylgir ábyrgð . Að sýna heilbrigða skynsemi og dýpka umræðuna . Að vera góð fyrirmynd og sýna öðrum meiri háttvísi en þeir megna sjálfir . M .ö .o .: Að sýna hugrekki og auðmýkt . Og taka þátt . Því Netið er alveg opið . Og þar er engin forskrift . Því það erum við sem búum hana til . Alveg eins og siðmenninguna, lýðræðið og réttarríkið . Því allt er þetta eins og frelsi hins daglega lífs . Eða þarf ekki hvert og eitt okkar að skoða á hverjum einasta degi hvað þarf að laga og bæta í lífi okkar svo ekki fari illa? Eða drukknar maður ekki að lokum í óhreinindum ef maður hættir að þurrka af og ryksuga eða að baðast og bursta tennurnar? Eða fellur ekki bletturinn úti í garði í órækt ef maður hættir að slá hann? Og fyllast ekki beðin af illgresi ef maður hættir að reita það upp? Gildir ekki nákvæmlega það sama um réttarríkið? Siðmenninguna? Og lýðræðið? Vaxandi ofbeldi á sér orsakir Svo virðist sem sífellt fleiri áróðurs kennd gervihugtök og innihaldslausir lýð- skrumsfrasar mengi umræðuna í þjóðfélag- inu í sí-auknum mæli . Og eini tilgangur- inn virðist að reka múgæsingaráróður fyrir helstu tískufórnarlömb samtímans og lúxusvandamál þeirra — á meðan raun verulegum og grafalvarlegum alvöru- vanda málum er ýtt úr kastljósinu . Með þeim afleiðingum að mörg brýn og alvar- leg samfélagsleg úrlausnarefni standa óleyst árum saman . Vegna þess að djúp og blæbrigðarík umræða um það sem raun- veru lega skiptir máli fer aldrei fram . Dæmi: Umræða um ofbeldi í íslensku þjóð félagi . Sem virðist stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.