Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 19

Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 19
18 Þjóðmál VETUR 2012 Undanþegnir höftum Gjaldeyrishöftin eru mesta meinsemd íslensks atvinnulífs . Höftin bjaga öll verð og þar með alla hvata . Í dag skiptir meira máli að reyna að komast í gjaldeyrisforða Seðlabankans, með því að fá heimildir til kaupa á gjaldeyri, en að reyna að skapa verðmæti heima fyrir . Það er skjótari leið til ávinnings og því er kerfið líkara því sem þekkist í þriðja heiminum þar sem rentusókn er mun algengari en upp byggi leg fjárfesting . Íslendingar eru fastir í höftunum . Skilaskylda er á gjaldeyri og haftakerfið þrengir mjög að landsmönnum . Það er því erfitt að skilja hvers vegna vogunarsjóðirnir eru undanþegnir þessum höftum . Hvað gerir þá rétthærri en Íslendinga? Vogunarsjóðunum er tamt að kynna sig sem fórnarlömb neyðarlaganna . Þeir séu hér gegn vilja sínum og hafi tapað gríðarlegum fjármunum á hruninu . Það er einfaldlega ekki rétt . Þeir sem töpuðu mestu, s .s . þýskir bankar, eru búnir að selja kröfur sínar og innleysa tapið . Vogunarsjóðirnir keyptu þessar sömu kröfur og vonast nú til að innleysa mikinn hagnað . Hagnaðurinn nemur hundruðum milljarða króna og það er ljóst að enginn hefur grætt jafn mikið á Íslandi síðustu ár og þessir sjóðir . Það skýtur því skökku við að sérstaklega sé verið að gefa þessum aðilum réttindi sem enginn annar hefur . Vogunarsjóðirnir fara mikinn, enda gríð - ar legir hagsmunir í húfi . Þeim var leyft að flytja yfir 300 milljarða króna, í erlend- um gjaldeyri, úr landinu í september . Ef nauðasamningar yrðu undirritaðir að óbreyttu færi tvöföld sú fjárhæð úr landi . Erlendir lögmenn og innlendir sam starfs- menn þeirra hafa gengið hart fram gagn- vart þeim sem mótfallnir eru fyrir ætlunum þeirra, en þessir fulltrúar vogunar sjóð anna virðast hafa mikinn og greiðan aðgang að embættismönnum Íslendinga . Þar er því haldið fram að Ísland geti tapað alþjóð- legu trausti og hugsanlega gerst brotlegt við milliríkjasamninga ef hróflað er við forréttindum sjóðanna . Slíkanir hótanir ber að láta sem vind um eyrun þjóta, enda orðin tóm . Starfa á ábyrgð íslensks almennings Þegar bankarnir hrundu var Ísland í þeirri einstöku aðstöðu að geta byggt upp bankakerfi frá grunni . Bankakerfi byggja alfarið á trausti og því er erfitt að hrófla við grunngerð banka sem eru til staðar . Alþjóðlega er rík samkeppni á milli fjármálamiðstöðva, svo sem City of London og Wall Street og „regulatory arbitrage“ eða keppni regluverka gerir það að verkum að framtíð heilu starfstéttanna getur verið í húfi ef t .d . City myndi breyta bankareglum, og þrengja, en Wall Street sæti hjá . Við slíkar breytingar myndi starfsemin færast frá London til New York með tilheyrandi atvinnumissi og erfiðleikum . Það er enginn á Íslandi sem heldur því Í slendingar eru fastir í höftunum . Skilaskylda er á gjaldeyri og haftakerfið þrengir mjög að landsmönnum . Það er því erfitt að skilja hvers vegna vogunarsjóðirnir eru undanþegnir þessum höftum . Hvað gerir þá rétthærri en Íslendinga? 1 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.