Félagsbréf - 01.05.1960, Page 19

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 19
FÉLAGSBRÉF 17 En um leið og kvæðið er persónulegt getur það verið Island, sem talar á stund hins endurheimta frelsis, skáldið og landið verða eitt. Önnur persónuleg kvæði skáldsins, hin eldri, eru ekki heildarsýnir yfir farinn veg eins og þetta upphafsljóð, sem er líkt og samnefnari þeirra allra, heldur ort sem á vegaskilum, þar sem önnur leiðin liggur til hinnar horfnu hamingju genginna daga, en hin til þeirrar framtíðar, sem skáldið þráir að verði sönn ímynd hinnar fyrri sælu, þau virðast velflegt vera ort meðan sagan, sem rakin er í upphafskvæðinu, er enn að gerast, þau eru ort í hinu „djúpa rjóðri“, þar sem var „reimt og dimmt“. Lítum á nokkra staði í þessum kvæðum: Um farna stigu fölur roði dvín en framundan er dimm og stjarnlaus nótt og von mín hvílir vænginn smá og ein í vegalausu rökkri tveggja heima. _____ (Um farna stigu) Sjá, dimmfölt drúpir limið á draums míns feigu naðurkviku trjám, sem nísta í húmi harms og tjóns hjarta mitt gráum rótum, gráum gljúpa og rauða gróðurmold hjarta míns. _____ (Vef hlýjum heiðum örmum) Ég hvíli einn við opin hallarrið í ugg og von, mér blæða heitar undir sem engin nema ísold bjarta, þú mín unga þrá, má græða; (Nú greiðist þokan sundur) Og kvæðið Leit hefst þannig: Ég leita hvítra gleymdra daga, geng grárokkið hraun Og í lokakvæði bókarinnar, Það kallar þrá, lætur skáldið fjarskann, sem hallar á hann, segja: -----— Rístu af velktum beði, bú þig á braut úr sofnu fangi!

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.