Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.05.1960, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRÉF 17 En um leið og kvæðið er persónulegt getur það verið Island, sem talar á stund hins endurheimta frelsis, skáldið og landið verða eitt. Önnur persónuleg kvæði skáldsins, hin eldri, eru ekki heildarsýnir yfir farinn veg eins og þetta upphafsljóð, sem er líkt og samnefnari þeirra allra, heldur ort sem á vegaskilum, þar sem önnur leiðin liggur til hinnar horfnu hamingju genginna daga, en hin til þeirrar framtíðar, sem skáldið þráir að verði sönn ímynd hinnar fyrri sælu, þau virðast velflegt vera ort meðan sagan, sem rakin er í upphafskvæðinu, er enn að gerast, þau eru ort í hinu „djúpa rjóðri“, þar sem var „reimt og dimmt“. Lítum á nokkra staði í þessum kvæðum: Um farna stigu fölur roði dvín en framundan er dimm og stjarnlaus nótt og von mín hvílir vænginn smá og ein í vegalausu rökkri tveggja heima. _____ (Um farna stigu) Sjá, dimmfölt drúpir limið á draums míns feigu naðurkviku trjám, sem nísta í húmi harms og tjóns hjarta mitt gráum rótum, gráum gljúpa og rauða gróðurmold hjarta míns. _____ (Vef hlýjum heiðum örmum) Ég hvíli einn við opin hallarrið í ugg og von, mér blæða heitar undir sem engin nema ísold bjarta, þú mín unga þrá, má græða; (Nú greiðist þokan sundur) Og kvæðið Leit hefst þannig: Ég leita hvítra gleymdra daga, geng grárokkið hraun Og í lokakvæði bókarinnar, Það kallar þrá, lætur skáldið fjarskann, sem hallar á hann, segja: -----— Rístu af velktum beði, bú þig á braut úr sofnu fangi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.