Félagsbréf - 01.05.1960, Page 51

Félagsbréf - 01.05.1960, Page 51
FÉLAGSBRÉF 49 Enginn blaðamaður, sem ritað hefur um atburði þá, er tengdir voru nafni hins látna öldungadeildarþingmanns MacCarthys, hefur skýrt frá þessum þætti samtíðarsögunnar eins nákvæmlega og Yeats gerði fyrir hér um bil þrjátíu árum síðan: þá beztu skortir alla sannfæringu, en þeir verstu fyllast ástríðuþrungnum ákafa. Yeats er hins vegar undantekning í þessu eins og mörgu öðru, og jafnvel hann var ekki fær um að sameina atburðinn tilfinningunni um atburðinn á sama hátt og átti sér stað á dögum Hómers, Dantes og Shakespeares. Blaðamennska og fréttaflutningur nú á dögum færist æ meir í búning að- dáunarverðrar óhlutdrægni og hlutleysis, sem segir frá atburðinum í lit- lausu ljósi, þar sem allur andlegur persónuleiki er horfinn veg allra vega á kostnað þess gildis, sem hin innri tilfinning kann að fela í sér. Og ljóða- gerðin, sem sýnir svipuð viðbrögð við sömu, brögðóttu áhrifunum, nema bara í öfuga átt, beinist æ meir að gildi hinnar innri tilfinningar, sem þá hefur verið skilin frá atburðinum. Að sjálfsögðu er erfitt um það að segja hvort þessi þróun er slæm fyrir blaðamennskuna, því beztu dagblöð sam- tíðarinnar taka fyrirrennurum sínum langt fram að öllu leyti. Þau safna nieiri fréttum fljótar og birla þær miklu nákvæmar. Það er aftur á móti ekki erfitt að segja, að þessi þróun er slæm fyrir ljóðagerðina og fyrir menninguna. Mikil ljóð fela í sér mikla þekkingu — þekkingu, sem verður lifandi í hjarta manns fyrir innri tilfinningu skáldsins, en þekking er það eigi að síður. Tilfinning án þekkingar gat aldrei fætt af sér listaverk og mun aldrei geta það. Og sú tilraun, sem nútímaljóðskáld eru að reyna að framkvæma í síauknum mæli, til að losa tilfinninguna frá atburðinum -- að elta uppi tilfinninguna eina saman og aðeins hennar sjálfrar vegna °g hafa að engu þann atburð, sem fætt hefur hana af sér — getur aðeins verið listinni skaðleg. Ljóð, sem þannig eru til orðin, eru eins og flug- drekar, sem engin snúra er fest við. Þau geta ekki fylgzt með flugi tíman?, því þau eru ekki tengd neinni stund í rás tímans. Fjarri fer því að ég sé að fordæma framfarir á sviði blaðamennskunnar. Þær hafa verið bæði miklar og furðulegar. Og enginn lifandi maður, sem er orðinn vanur því að fá upp í hendur sér á hverjum degi eintak af dag-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.