Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 51

Félagsbréf - 01.05.1960, Qupperneq 51
FÉLAGSBRÉF 49 Enginn blaðamaður, sem ritað hefur um atburði þá, er tengdir voru nafni hins látna öldungadeildarþingmanns MacCarthys, hefur skýrt frá þessum þætti samtíðarsögunnar eins nákvæmlega og Yeats gerði fyrir hér um bil þrjátíu árum síðan: þá beztu skortir alla sannfæringu, en þeir verstu fyllast ástríðuþrungnum ákafa. Yeats er hins vegar undantekning í þessu eins og mörgu öðru, og jafnvel hann var ekki fær um að sameina atburðinn tilfinningunni um atburðinn á sama hátt og átti sér stað á dögum Hómers, Dantes og Shakespeares. Blaðamennska og fréttaflutningur nú á dögum færist æ meir í búning að- dáunarverðrar óhlutdrægni og hlutleysis, sem segir frá atburðinum í lit- lausu ljósi, þar sem allur andlegur persónuleiki er horfinn veg allra vega á kostnað þess gildis, sem hin innri tilfinning kann að fela í sér. Og ljóða- gerðin, sem sýnir svipuð viðbrögð við sömu, brögðóttu áhrifunum, nema bara í öfuga átt, beinist æ meir að gildi hinnar innri tilfinningar, sem þá hefur verið skilin frá atburðinum. Að sjálfsögðu er erfitt um það að segja hvort þessi þróun er slæm fyrir blaðamennskuna, því beztu dagblöð sam- tíðarinnar taka fyrirrennurum sínum langt fram að öllu leyti. Þau safna nieiri fréttum fljótar og birla þær miklu nákvæmar. Það er aftur á móti ekki erfitt að segja, að þessi þróun er slæm fyrir ljóðagerðina og fyrir menninguna. Mikil ljóð fela í sér mikla þekkingu — þekkingu, sem verður lifandi í hjarta manns fyrir innri tilfinningu skáldsins, en þekking er það eigi að síður. Tilfinning án þekkingar gat aldrei fætt af sér listaverk og mun aldrei geta það. Og sú tilraun, sem nútímaljóðskáld eru að reyna að framkvæma í síauknum mæli, til að losa tilfinninguna frá atburðinum -- að elta uppi tilfinninguna eina saman og aðeins hennar sjálfrar vegna °g hafa að engu þann atburð, sem fætt hefur hana af sér — getur aðeins verið listinni skaðleg. Ljóð, sem þannig eru til orðin, eru eins og flug- drekar, sem engin snúra er fest við. Þau geta ekki fylgzt með flugi tíman?, því þau eru ekki tengd neinni stund í rás tímans. Fjarri fer því að ég sé að fordæma framfarir á sviði blaðamennskunnar. Þær hafa verið bæði miklar og furðulegar. Og enginn lifandi maður, sem er orðinn vanur því að fá upp í hendur sér á hverjum degi eintak af dag-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.