Félagsbréf - 01.06.1961, Side 14

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 14
Konungsbók Sæmundar-Eddu Hin fornu íslenzku handrit í Kaupmannahöfn hafa um skeið verið mjög rædd her manna á meðal. Sennilegt er þó, að íslenzkur almenningur sé ekki eins fróður og skyldi um þessi handrit, og er ekki annars að vænta, þar sem þau eru geymd í fjar- lægu landi. Munu Félagsbréf leitast við að bæta að einhverju litlu leyti úr því með því að birta fyrst um sinn greinar um einstök handrit. Það handrit, sem einna oftast hefur borið á góma síðustu vikur, mun vera Kon- ungsbók Sæmundar-Eddu — Codex Regius — enda er hún einn merkasti dýrgripur á Norðurlöndum. Höfum vér látið taka saman smágrein um sögu þess, og birtum auk þess mynd af nokkrum línum úr því, svo að menn sjái skriftina. Ritstj. Á rið 1643 eignaðist Brynjólfur Sveinsson, Liskup í Skálholti, forna skinn- A bók, er hafði að geyma kvæði um guði og hetjur löngu liðinna alda- Brynjólfur biskup var lærður maður og hafði mikinn áhuga á fornum fræðiiðkunum. Hann sá því, að hér hafði hann fengið í hendur mikilsvert rit og gerði sér brátt hugmyndir um uppruna þess. Á dögum Brynjólfs var sú skoðun ríkjandi meðal þeirra, sem fengust við forn fræði, að Edda, bók sú, er Snorri Sturluson hafði sett saman til skilnings á hinum forna kveðskap, ætti sér að nokkru leyti fyrirrennara. í Eddu voru bæði goð' sagnir og hetjusagnir, sem mönnum þótti sennilegt, að væru komnar fra öðru stærra og ýtarlegra riti. Sumir gerðu sér jafnvel hugmyndir um höf- und þess. — Og hver var líklegri til þess að hafa samið það en Sæmundur hinn fróði? Þegar Brynjólfur Sveinsson fékk nú í hendur skinnbók með kvæðum nm hina sömu guði og hetjur og sagt var frá í Snorra-Eddu, var ekki að furða, að hann þættist þess fullviss, hvaðan hún ætti rætur að rekja. Hann lét þvl skrifa bókina upp undir fyrirsögninni „Edda Sæmundi multiscii“, Ed3a Sæmundar fróða. Að vísu var þessi bók ekki að öllu leyti eins og menn höfðu gert ®er hugmyndir um verk Sæmundar, til dæmis var þetta minni bók en Edda Snorra. Fræðimenn féllust þó á skoðun Brynjólfs. Síðan hefur efni þessarar

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.