Félagsbréf - 01.06.1961, Side 18

Félagsbréf - 01.06.1961, Side 18
PÁLL V. G. KOLKA: I L CONDOTTIERE Condottiere er ítalska heitið á þeim atvinnuhermönnum á síðari hluta miðalda, sem söfnuðu um sig flokki manna og gengu með ,þeim á mála, þar sem hæst var boðið hverju sinni. Margir þeirra voru þýzkir riddarar. Haninn rauði var á þeirra máli eldurinn, sem galaði á húsþökum, iþegar farið var báli og brandi um byggðir. Leitin að helgum Gral var alþekkt yrkisefni á miðöldum, og er það þekktast nú á tímum úr óperunni Lohengrin. Sem gall er þetta gamalfrcega vin, sem gull mitt kaupir hér við suðrœn torg, er hugsa eg um hlið og tind við Rin og hruninn vegg i minni feðraborg. Til óðals míns lá engin leið til baka, það erfðu grenjaskolli og leðurblaka, um skörð og gœttir gnauða stormsins org. Eg lagði af stað í leit að helgum Gral, mín leynda þrá sem ör af boga flaug. Þó fœri eg með furðu léttan mal, var fjaðurmagn í hverjum vöðva og taug. Eg hét, að fé og heiður skyldi ég vinna og hefja að nýju óðal feðra minna. Hvort var það eg eða lifið sjálft, sem laug? Þvi líf mitt, það er orðið sem það er. Mitt afl og þor og sverð var látið falt. Eg efldi vaskan flokk til fylgdar mér af farandliði og dýran mála galt, en ekki varð minn hlutur nema hálfur, eg hefði getað eignazt ríki sjálfur, ef notað hefði eg afl og vit mitt allt.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.