Félagsbréf - 01.06.1961, Blaðsíða 19
Vér börðumst hvar sem bauðst ið hœsta verð:
Á bóndans þaki lianinn rauði gól
og akur tróðst við fdka vorra ferð,
en fé varð laust við ógn um steglu og hjól,
og ekki var það vani að eira konum
né virða grið, sem spilltu aflavonum.
Af frœknleik vorum fór ið mesta hól.
Það verður hver að súþa mengað sufl,
er sjálfur slikan verð i pottinn bjó.
Eg stráði rauðum feng við drykk og dufl
unz dregg og froða lýðsins við mér hló.
Þó lék eg illa marga af minum sveinum.
eg myrti jafnvel nokkra þeirra i leynum,
ef út af fengnum afla sundur dró.
Eg heyri stundum fjarlcegt fótatak,
er flýr mig svefn og ró um óttuskeið,
þvi eg sá mörgum dýrum degi á bak,
sem dáðalaus að háttumálum leið.
Svo kemur einn — sem hefnir allra hinna —
með hinztu kveðju misstra bræðra sinna
og brýndan jlein og hatri hertan eið.
Eg lit með duldum geig hvern nýjan gest
og galli blandið finnst mér þetta vin,
þvi eg hef aðeins fengið stuttan frest,
svo fýkur erlent ryk i sporm min.
Og þá mun ekki nokkur niðji gráta
á nœsta degi gamlan faranddáta,
sem lét i eyði óðal sitt við Rin.